Gerum betur Gerum betur
  • Forsíða
  • Bækur
  • Námskeið
  • Rafræn námskeið
  • Ráðgjöf
  • Bloggið
  • Um okkur
    • Umsagnir
    • Spurt og svarað
    • Innskráning
  • English
    • Polskie
    • Forsíða
    • Bækur
    • Námskeið
    • Rafræn námskeið
    • Ráðgjöf
    • Bloggið
    • Um okkur
      • Umsagnir
      • Spurt og svarað
      • Innskráning
    • English
      • Polskie
    • Forsíða
    • Þjónustubloggið
    • Áhrif ánægju á arðsemi

    Þjónustubloggið

    02 okt

    Áhrif ánægju á arðsemi

    • Höfundur Margrét Reynisdóttir

    Jákvæð ummæli viðskiptavina hafa áhrif á arðsemi og starfsmannaveltu

    Í dag eru gæði þjónustu forsenda áframhaldandi viðskipta og því mikilvæg til að komast af í samkeppni.
    Fyrirtæki sem veita afburðagæði geta verðlagt sig hátt og eru yfirleitt ekki eins viðkvæm fyrir verðsamkeppni. Þegar fyrirtæki fara fram úr væntingum stuðlar það að tryggð sem leiðir til betri afkomu og vaxtar fyrirtækis. Jákvæð umfjöllun tryggra viðskiptavina laðar að viðskiptavini og stækkar markaðshlutdeild.

    Viðskiptaryggð og arðsemi haldast í hendur

    Á þjónustugæðanámskeiðum í þjónustuþjálfun legg ég áherslu á að tryggir viðskiptavinir auglýsa fyrirtækið ókeypis (meðmæli / orðspor). Þeir eru hagkvæmari fyrir fyrirtækið en nýir því það er ódýrara að þjóna þeim. Þeir þurfa ekki þjálfun eða leiðbeiningar til að nota þjónustuna og vita hvað þeir vilja. Þess vegna nota tryggir viðskiptavinir minna af tíma og auðlindum fyrirtækisins. Þegar tryggur viðskiptavinur fer yfir til samkeppnisaðila tapar fyrirtæki framtíðarhagnaði.

    Dýrt að fanga nýja viðskiptavini

    Áætlað er að kostnaður við að ná í nýjan viðskiptavin sé fimm sinnum meiri en að halda í þá sem fyrir eru. Það er yfirleitt kostnaðarsamt að ná í nýjan viðskiptavin svo sem vegna auglýsinga, kynninga o.fl. Að auki er hægt að hagnast betur á tryggum viðskiptavinum því þeir hafa tilhneigingu til að kaupa meira eftir því sem þeir eru lengur hjá fyrirtækinu og greiða meira fyrir vöru eða þjónustu.

    Meðmæli selja

    Þegar fyrirtæki veita góða þjónustu og fara jafnvel fram úr væntingum stuðlar það jákvæðri umfjöllun viðskiptavina og laðar að nýja viðskiptavini sem hefur áhrif á hagnað. Starfsfólk verður stolt af vinnu sinni og því líklegra til að vera áfram hjá fyrirtækinu og mæla með því við aðra.

    Ánægt starfsfólk er tryggara

    Ánægt starfsfólk starfar lengur hjá fyrirtækinu og þekkir þarfir og væntingar viðskiptavina sinna og hvað það á að gera til að veita framúrskarandi þjónustu.

    Ánægt starfsfólk veit, kann og getur

    Ánægðir, reynslumiklir og vel þjálfaðir starfsmenn eru líklegri til að veita þjónustu á réttan hátt strax í upphafi sem viðskiptavinir kunna að meta. Það þýðir að ekki er tilefni til að endurtaka og leiðrétta mistök. Árangurinn er minni kostnaður, ánægðri viðskiptavinir, jákvæð umfjöllum og aukin gæði þjónustunnar.

    Vant starfólk kann að leysa málin

    Ef mistök verða í þjónustunni er líklegt að ánægt og reynslumikið starfsfólk hafi viljann og getuna til að leysa á skilvirkan hátt úr mistökum sem hefur áhrif á endurkaup. Allt hefur þetta jákvæð áhrif á framleiðni starfsfólks og ekki síst fyrirtækis.

    Ánægjan er smitandi 

    Tryggir viðskiptavinir laða að nýja viðskiptavini því þeir segja öðrum frá jákvæðri reynslu sinni sem hefur góð áhrif á framtíðarafkomu og vöxt fyrirtækisins. Þetta endurspeglast í arðsemiskeðja þjónustu sem sýnir tengsl hagnaðar, ánægju, viðskiptatryggðar og annarra þátta í einskonar keðju þar sem eitt leiðir af öðru.

    Vita hvað veitir mesta ánægju

    Það eru sterk fjárhagsleg rök fyrir því að gera viðskiptavini mjög ánægða því tengsl eru milli ánægju, tryggðar og hagnaðar fyrirtækis. Mörg fyrirtæki nota þess vegna meiri tíma og fjármuni til að skilja undirstöðuatriði í ánægju viðskiptavina og að finna leiðir til að auka ánægju þeirra.

    Admin bar avatar
    Margrét Reynisdóttir
    Margrét Reynisdóttir eigandi Gerum betur ehf. er með Msc í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla íslands, MSc í alþjóða markaðsfræði frá Strathclyde University í Glasgow og Bsc í matvælafræði frá Oregon State University. Margrét hlaut styrk í gegnum Fulbright stofnunina til að stunda námið í Bandaríkjunum.

    Fleiri áhugaverðar færslur

    Rafræn námskeið – eins og einkakennari

    • 1. apríl, 2020
    • höfundur Margrét Reynisdóttir
    • Þjónustubloggið
    Rafrænu námskeiðin (stafræn) eru eins og einkakennari sem er alltaf til taks! Þar miðlum við fróðleiksmolum, sýnum leikin videó...
    Kínverskir túrístar, Kínverjar
    Kæta kínverska túrista
    31. mars, 2020
    Fræðsla skilar arði
    26. febrúar, 2020
    Walt Disney og þjónustustefna
    21. febrúar, 2020

    Gerum betur á Facebook

    Þjónustubloggið

    Rafræn námskeið – eins og einkakennari
    01apr,2020
    Kínverskir túrístar, Kínverjar
    Kæta kínverska túrista
    31mar,2020
    Fræðsla skilar arði
    26feb,2020

    GERUM BETUR

    +354 899 8264 

    gerumbetur@gerumbetur.is

    Boðagranda 12, 107 Reykjavík

    Kt: 671210 1310 / VSK: 131739

    TENGLAR

    • Innskráning notanda
    • >
    • Umsagnir viðskiptavina
    • >
    • Algengar spurningar
    • >
    • Persónuverndarstefna
    • >

    SAMFÉLAGSMIÐLAR

    • Facebook
    • Linkedin
    • Youtube

    Vefur unnin af Hugríki