Þjónustunámskeið Gerum betur

Þjónustunámskeið

Höfundur: Margrét Reynisdóttir

Viltu vita hvernig viðskiptavinir meta þjónustugæði?

Tag:

Þjónustunámskeiðið fjallar um lykilþætti sem viðskiptavinir meta þegar þeir ákvarða þjónustugæði. Þátttakendur meta þjónustu sem þeir hafa upplifað út frá fyrirfram mótuðum gátlista. Á námskeiðinu vinnum við með tillögur þátttakanda um hvernig þeir geta tekið aukaskrefið sem fer fram úr væntingum og tileinkað sér jákvætt hugarfar.  Fyrirlestrar eru stuttir, áhersla er lögð á gagnvirkar umræður, sýnd myndbönd um þjónustusamskipti og fjölbreyttar skapandi aðferðir til að virkja þátttakendur.

Markmið:

• Tengja fimm grunnþætti þjónustu við dagleg störf.
• Meta eigin upplifun á þjónustu.
• Skynja lykilhlutverk starfsfólks í að tryggja ánægju viðskiptavina
• Styrkja liðsheildina, öryggi í samskiptum og fagmennsku.

Panta námskeið eða fá nánari upplýsingar: gerumbetur@gerumbetur.is eða  8998264

 

Hótel Klettur segir hér frá reynslu sinni af þjálfun frá Gerum betur