Hvernig má aðlaga Walt Disney – stefnuna sem Dennis Snow kynnir í bókinni Lessons from the Mouse* að þjónustu Félagsstofnunar stúdenta (FS)? Við héldum vinnustofur með starfsfólki í ýmsum deildum FS til að aðlaga Þjónustustefnu Walt Disney að þeirra starfsemi.
Á Íslandi segjum við að sinn er siðurinn í hverju landi. Rannsóknir sýna að þjóðir hafa sérkenni. Á sama tíma blasir það við að einstaklingar eru ekki allir steyptir í sama mót.
Þegar fyrirtæki fara fram úr væntingum stuðlar það að tryggð sem leiðir til betri afkomu og vaxtar fyrirtækis. Jákvæð umfjöllun tryggra viðskiptavina laðar að viðskiptavini og stækkar markaðshlutdeild.
Meðmælaskor (e. Net Promoter Score – NPS) er alþjóðlegur mælikvarði í þjónustustjórnun sem byggir á hversu líklegir viðskiptavinir eru til að mæla með eða að hallmæla fyrirtæki eftir að hafa upplifað þjónustu þeirra. Þetta er því einföld og góð árangursmæling