Gerum betur Gerum betur
  • Forsíða
  • Bækur
  • Námskeið
  • Rafræn námskeið
  • Ráðgjöf
  • Bloggið
  • Um okkur
    • Umsagnir
    • Spurt og svarað
    • Innskráning
  • English
    • Polskie
    • Forsíða
    • Bækur
    • Námskeið
    • Rafræn námskeið
    • Ráðgjöf
    • Bloggið
    • Um okkur
      • Umsagnir
      • Spurt og svarað
      • Innskráning
    • English
      • Polskie
    • Forsíða
    • Þjónustubloggið
    • Meðmælavísitalan (NPS, Net Promoter Score)

    Þjónustubloggið

    01 júl

    Meðmælavísitalan (NPS, Net Promoter Score)

    • Höfundur Margrét Reynisdóttir

    Meðmælaskor (e. Net Promoter Score  – NPS) er alþjóðlegur mælikvarði í þjónustustjórnun sem byggir á hversu líklegir einstaklingar eru til að mæla með að hallmæla fyrirtæki sem þau hafa átt viðskipti við. Þetta er því einföld og góð árangursmæling á tryggð viðskiptavina.

    Meðmælaskorið er mælt með því að spyrja viðskiptavini: „Hversu líklegt eða ólíklegt er að þú mælir með þjónustu [fyrirtækis/stofnunar/sveitarfélags] við vini eða kunningja?“ Svör við spurningunni eru á kvarðanum 0 (mjög ólíklegt) til 10 (mjög líklegt). Viðskiptavinum er skipt í flokka þegar meðmælavísitalan er reiknuð eins og sýnt er á mynd 1. Meðmælavísitalan var reiknuð með því að draga hlutfall letjenda frá hlutfalli hvetjenda (sjá mynd 1). Meðmælavísitalan gefur strax vísbendingu um hvað fyrirtækið getur gert betur í rekstri eða er að gera vel því hverju svari fylgir ein opin spurning þar sem þátttakandi er beðin um að rökstyðja svar sitt. þeir sem eru áhugasamir um að vita meira um mælingar á meðmælendaskori er bent á að skoða myndband frá Survey Monkey.

    • Hvetjendur (e. Promoters eða einskonar umboðsmenn, talsmenn, kynningarfulltrúar, eða einarðir talsmenn) eru þeir sem svara 9 og 10.
    • Hlutlausir (e. Neutral) eru þeir sem svara 7 og 8.
    • Letjendur (e. Detractors eða gagnrýnendur) eru þeir sem svara 0 til 6.

    Mynd 1 –  Meðmælavísitalan var reiknuð með því að draga hlutfall letjenda frá hlutfalli hvetjenda

    NPS er lykilmælikvarði því hvernig þjónustugæði og framtíð fyrirtækja helst í hendur:

    • Rannsóknir sýna að í flestum atvinnugreinum má sjá fylgni á milli vaxtarhraða fyrirtækis vex og viðskiptavina þeirra sem eru mjög líklegir (extremly likley) til að mæla með fyrirtækinu. (Reichheld, 2003).  Áhrif ánægju viðskiptavina á arðsemi hefur fengið vaxandi athygli.
    • Rannsóknir Rust, Zahorik og Keiningham (1995) og Fornell, Johnson, Anderson, Cha og Bryant (1996) gefa til kynna sterkt samband á milli ánægju viðskiptavina og viðskiptatryggðar. Það er mjög ánægjulegt að sjá að meðmælaskor erlendra ferðamanna á Íslandi (sjá mynd 2) .

    Mynd 2 –Meðmælaskor erlendra ferðamanna á Íslandi er mjög hátt*

    https://www.maelabordferdathjonustunnar.is/is/hagstaerdir-1/maelikvardar

    Ef við höldum áhrif að skoða fleiri meðmælendur viðskiptatryggðar er nauðsynleg að rifja upp að Heskett, Sasser og Schlesinger (1997) kynntu líkan sem kallað er arðsemiskeðja þjónustu (service profit chain) (sjá mynd 3).  Líkanið útskýrir tengsl milli hagnaðar og annarra þátta í einskonar keðjuverkun.  Þótt tengslin milli hinna mismunandi þátta geti verið ólík frá einu fyrirtæki til annars er mynstrið óneitanlega  mikilvægt.  Líkanið byggir á 7 tilgátum og lýsir tengslum starfánægju/-tryggðar við hagnað og lýsir því vel hvað þjónustustjórnun er mikilvæg í rekstri:

    1. Hagnaður og vöxtur tengjast viðskiptatryggð.
    2. Viðskiptatryggð tengist ánægju viðskiptavina.
    3. Ánægja viðskiptavina tengist virði þjónustunnar.
    4. Virði þjónustunnar tengist framleiðni starfsmanna.
    5. Framleiðni starfsmanna tengist starfsmannatryggð.
    6. Starfsmannatryggð tengist starfsánægju.
    7. Starfsánægja tengist innri starfsgæðum.

    Mynd 3 – Arðsemiskeðjan.   Heskett, Jones, Loveman, Sasser og Schlesinger 1994

                      

    Arðsemiskeðjan sýnir á einfaldan hátt hvað rekstrargrundvöllur fyrirtækja byrjar á starfsfólkinu. Það má aldrei vanmeta að þjónustuna verður aldrei betur en fólkið sem hana veitir! Þjónustuþjálfun eykur öryggi í samskiptum og fagmennsku.

    Margrét Reynisdóttir

     

     

     

     

     

     

    Admin bar avatar
    Margrét Reynisdóttir
    Margrét Reynisdóttir eigandi Gerum betur ehf. er með Msc í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla íslands, MSc í alþjóða markaðsfræði frá Strathclyde University í Glasgow og Bsc í matvælafræði frá Oregon State University. Margrét hlaut styrk í gegnum Fulbright stofnunina til að stunda námið í Bandaríkjunum.

    Fleiri áhugaverðar færslur

    Rafræn námskeið – eins og einkakennari

    • 1. apríl, 2020
    • höfundur Margrét Reynisdóttir
    • Þjónustubloggið
    Rafrænu námskeiðin (stafræn) eru eins og einkakennari sem er alltaf til taks! Þar miðlum við fróðleiksmolum, sýnum leikin videó...
    Kínverskir túrístar, Kínverjar
    Kæta kínverska túrista
    31. mars, 2020
    Fræðsla skilar arði
    26. febrúar, 2020
    Walt Disney og þjónustustefna
    21. febrúar, 2020

    Gerum betur á Facebook

    Þjónustubloggið

    Rafræn námskeið – eins og einkakennari
    01apr,2020
    Kínverskir túrístar, Kínverjar
    Kæta kínverska túrista
    31mar,2020
    Fræðsla skilar arði
    26feb,2020

    GERUM BETUR

    +354 899 8264 

    gerumbetur@gerumbetur.is

    Boðagranda 12, 107 Reykjavík

    Kt: 671210 1310 / VSK: 131739

    TENGLAR

    • Innskráning notanda
    • >
    • Umsagnir viðskiptavina
    • >
    • Algengar spurningar
    • >
    • Persónuverndarstefna
    • >

    SAMFÉLAGSMIÐLAR

    • Facebook
    • Linkedin
    • Youtube

    Vefur unnin af Hugríki