Gerum betur Gerum betur
  • Forsíða
  • Bækur
  • Námskeið
  • Rafræn námskeið
  • Ráðgjöf
  • Bloggið
  • Um okkur
    • Umsagnir
    • Spurt og svarað
    • Innskráning
  • English
    • Polskie
    • Forsíða
    • Bækur
    • Námskeið
    • Rafræn námskeið
    • Ráðgjöf
    • Bloggið
    • Um okkur
      • Umsagnir
      • Spurt og svarað
      • Innskráning
    • English
      • Polskie
    • Forsíða
    • Þjónustubloggið
    • Kæta kínverska túrista

    Þjónustubloggið

    31 mar

    Kæta kínverska túrista

    • Höfundur Margrét Reynisdóttir
    Kínverskir túrístar, Kínverjar

    Erlendar rannsóknir á þjóðmenningu staðfesta að það er töluverður munur á menningu Íslendinga og Kínverja svo sem goggunarröð, samkeppni innbyrðis o.s.frv. Hafsjó af fróðleik úr rannsóknum er að finna í tveimur af bókum mínum (á ensku og íslensku) um lykilatriði samskiptum við 17 þjóðir. Kínverskir túristar fá þar mjög veglega umfjöllun. Á danskri vefsíðu má einnig sjá ýmis áhugaverð atriði sem efla upplifun þeirra.

    Snúum okkur nú beint að kínversku ferðafólki, „náttúrbörnunum“ sem elska þögnina hjá okkur, slagveður og vilja hafa gaman í ferðinni. Eftir allt þetta ferðlag til okkar fjarlæga lands taka þeir sinn tíma í að skoða það sem fyrir augu ber og koma t.d. ekki endilega aftur í rútuna á fyrirfram ákveðnum tíma séu þeir ekki búnir að skoða fossinn almennilega. Þeir eru nefnilega að heimsækja Ísland sem kallað er Bīngdǎo eða Íseyja á kínversku og gefur nafnið því sterka myndlíkinu um það sem er hreint og heilsusamlegt. Þessa tenginu er gott að muna því heilsa er nefnilega mjög ofarlega á lista hjá þeim. Allt sem tengist heilsu eins og lýsi og þurrkaðar íslenskar jurtir er því jákvætt að kaupa í gjafir fyrir fjölskyldu og vini. Þeir eru þá ekki bara að gefa þeim gjöf heldur líka það sem tengist góðri heilsu viðtakanda.

    Það sem Kínverjar og Íslendingar eiga til dæmis almennt sameiginlegt er að vera hjátrúarfull þjóð. Lítið þýðir því að bjóða Kínverjum herbergi númer fjögur eða herbergi á fjórðu hæð þar sem að talan fjórir hljómar svipað og orðið dauði á þeirra tungu. Skiljanlega vill enginn vera minntur á slíkt í fríinu sínu og Kínverjar hafa alla jafna óbeit á tölunni fjórir. Hinsvegar er talan átta lukkutala.

    Kínverskir ferðamenn vilja oft sama mat og þeir þekkja að heiman. Best er því að skipuleggja matseðil á ferðalögum fyrir fram. Ítalskt pasta og spaghettí er ekki það sem þeir vilja – ekki rugla því saman við núðlur! Ef kínverskir réttir eru ekki á boðstólnum þá eru súpur og soð góðir kostir. Kínverskir ferðamenn vilja aðalmáltíðina í hádeginu og alls ekki þriggja rétta máltíð á kvöldin. Á hótelherbergjunum væri líka mikill kostur að vera með myndarlega bolla sem hægt væri að setja núðlur í. Kínverjar eru mikil teþjóð og drekka jafnvel jurtate með mat eða heitt vatn. Auðveld leið til að gera þessa líflegu ferðamenn ánægða er að bjóða þeim heitt vatn þegar þeir mæta á staðinn!

    Kínverjar eru almennt ekki sleipir í ensku. Þýðingar á kínversku á öryggisreglum og lykilþáttum á því sem er á boðstólnum gæti því hjálpað mikið. Þeir eru vanir að skilja myndræn skilaboð og væri því til dæmis hægt að vera með í rútunni mynd sem sýnir manneskju með öryggisbelti og benda á myndina um leið og farþegar eru beðnir að spenna beltin.

    Seldar ferðir í Kína til Íslands standast ekki alltaf raunveruleikann. Þetta geta verið rándýrar ferðir með kínverskan hópstjóra sem vita ekki endilega mikið um Ísland. Það myndi án efa verulega auka ánægju þeirra að hafa íslenskan leiðsögumann sem getur sagt þeim frá landi og þjóð. Þessi náttúrubörn eru áhugasöm, rétt eins og við á ferðalögum, að vita meira um Íslendinga. Þeim finnst meðal annars athyglisvert hvað við getum gert mikið á svona „litlu“ landi.

    Þótt rannsóknir sýni berlega að þjóðir hafa sérkenni er ástæða til að ítreka að ekkert eitt er algilt um heila þjóð.

    Margrét Reynisdóttir, www.gerumbetur.is skrifaði þennan pistil fyrir www.turisti.is í október 2019. Pistillinn er byggður á fyrirlestri fyrir KÍM í september sama ár.

    Margrét Reynisdóttir
    Margrét Reynisdóttir eigandi Gerum betur ehf. er með Msc í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla íslands, MSc í alþjóða markaðsfræði frá Strathclyde University í Glasgow og Bsc í matvælafræði frá Oregon State University. Margrét hlaut styrk í gegnum Fulbright stofnunina til að stunda námið í Bandaríkjunum.

    Fleiri áhugaverðar færslur

    Sóknarfæri í kvörtunum

    • 4. apríl, 2022
    • höfundur Margrét Reynisdóttir
    • Þjónustubloggið
    Viðbrögð fyrirtækja við kvörtunum hafa mikil áhrif á mat viðskiptavina á gæðum þjónustu, ánægju, tryggð og trausti. Rannsóknir sýna...
    Árangursrík samskipti
    Árangursrík þjónustusamskipti með líkamstjáningu
    3. febrúar, 2022
    Erfiðir viðskiptavinir: Kæla með kurteisi
    3. febrúar, 2022
    þjónustusímsvörun
    Tips: Vera “pro” í síma
    2. febrúar, 2022

    Gerum betur á Facebook

    Þjónustubloggið

    Sóknarfæri í kvörtunum
    04apr,2022
    Árangursrík samskipti
    Árangursrík þjónustusamskipti með líkamstjáningu
    03feb,2022
    Erfiðir viðskiptavinir: Kæla með kurteisi
    03feb,2022

    Efnisorð

    bandarískir ferðamenn cultural awarness Cultural differences Design service erfiðir viðskiptavinir ferðamenn ferðaþjónustu framúrskarandi þjónusta gæði þjónustu How are icelanders Japanskir túristar Kvartanastjórnun Kvartanir viðskiptavina kínverskir túristar Líkamstjáning menningarfærni menningarheimar menningarlæsi menningarnæmni Meðmælaskor Mælingar á þjónustu Móttaka viðskiptavina Mótun þjónustustefnu NPS rafræn námskeið Samskipti í gegnum tölvupóst Service design starfsmannavelta stjórnendaþjálfun Tímastjórnun túristar frá Asíu vefnámskeið welcoming foreign guests welcoming tourists Árangursrík samskipti Þjónustusamskipti Þjónustustefna ábendingastjórnun ólíkir menningarheimar þjónustugæðanámskeið þjónustugæði þjónustuhönnun þjónustustjórnun þjónustuupplifun þjóðerni og þjónusta

    Fylgist með okkur á Facebook

    Þjónustubloggið

    Sóknarfæri í kvörtunum
    04apr,2022
    Viðbrögð fyrirtækja við kvörtunum hafa mikil áhrif á mat viðskiptavina á gæðum þjónust
    Árangursrík samskipti
    Árangursrík þjónustusamskipti með líkamstjáningu
    03feb,2022
    Líkamstjáning er okkar leið til að eiga samskipti við umheiminn án orða t.d. með svipbrigðu
    Erfiðir viðskiptavinir: Kæla með kurteisi
    03feb,2022
    Flestir lenda í því einhvern tíma á starfsferlinum að þurfa að fást við erfiðan viðskipt

    GERUM BETUR

    +354 899 8264 

    gerumbetur@gerumbetur.is

    Boðagranda 12, 107 Reykjavík

    Kt: 671210 1310 / VSK: 131739

    TENGLAR

    • Innskráning notanda
    • >
    • Umsagnir viðskiptavina
    • >
    • Algengar spurningar
    • >
    • Persónuverndarstefna
    • >

    SAMFÉLAGSMIÐLAR

    • Facebook
    • Linkedin
    • Youtube

    Vefur unnin af Hugríki