Gerum betur Gerum betur
  • Forsíða
  • Bækur
  • Námskeið
  • Rafræn námskeið
  • Ráðgjöf
  • Bloggið
  • Um okkur
    • Umsagnir
    • Spurt og svarað
    • Innskráning
  • English
    • Polskie
    • Forsíða
    • Bækur
    • Námskeið
    • Rafræn námskeið
    • Ráðgjöf
    • Bloggið
    • Um okkur
      • Umsagnir
      • Spurt og svarað
      • Innskráning
    • English
      • Polskie
    • Forsíða
    • Þjónustubloggið
    • Fjölmenning og upplifun

    Þjónustubloggið

    02 okt

    Fjölmenning og upplifun

    • Höfundur Margrét Reynisdóttir

    “Það fer í taugarnar á mér þegar fólk alhæfir um menningu þjóða. Það er ekki hægt að alhæfa svona um margar milljónir manna sem eiga það eitt sameiginlegt að lifa á sama stað. Það er fordómafullt.” Ef þetta er skoðun þín þá má velta því fyrir sér hvort að hún sé alhæfing.

    Þjóðir hafa sérkenni

    Á námskeiðum um ólíka menningarheima, fjölmenningu og ólíka þjónustu nefni ég gjarnan að fyrir 25 öldum sagði kínverski heimspekingurinn Konfúsíus að í eðlinu værum við öll lík en það væru siðir og venjur sem skildu okkur að. Á Íslandi segjum við að sinn er siðurinn í hverju landi. Rannsóknir sýna að þjóðir hafa sérkenni. Á sama tíma blasir það við að einstaklingar eru ekki allir steyptir í sama mót.

    Hugulsemi er að þekkja þarfir gesta

    Er það feimnismál, frumkvæði eða fordómar að kynna sér hverjar eru gjarnan þarfir gesta frá ýmsum þjóðlöndum? Eru það fordómar að vita að öfugt við vestræna hefð er ættarnafnið alltaf fyrst í nafnaröðinni hjá þjóð sem telst vera um 20% jarðarbúa? Ef þetta er sett í samhengi við Ísland þá væri það eins og að skrifa nafn Jóns Sigurðssonar sem Sigurðsson Jón. Er það frumkvæði hjá starfsmanni í móttöku á Íslandi að vita að búast má við að ferðamaður frá þessu landi myndi skrá Sigurðsson undir eftirnafn í netbókun og þegar kæmi að undirskrift skrifað hann eftirnafnið fyrst og fornafnið síðast. Það er ekkert feimnismál að vita að fólk frá þessu þjóðlandi er vant að vera ávarpað með eftirnafninu (sem er skrifað fremst).

    Hverjir elska te?

    Eru það feimnismál sem aðeins má ræða baksviðs eða á hinn bóginn jákvætt frumkvæði að vita að stórar þjóðir í Asíu eru miklar teþjóðir og sumir drekka jafnvel te með mat eða volgt vatn sem hefur verið soðið? Eða að hjá þeim er það ókurteisi að benda með einum putta en kurteisi að benda með allri hendinni?

    Sýna eldra fólki frá Asíu virðingu

    Þá er það væntanlega feimnismál sem betra er að ræða ekki við starfsfólk að rík hefð er fyrir því að sýna eldra fólki í Asíulöndum virðingu svo og að gefa stöðu fólks til kynna með sama hætti.

    Mynd tekin í Vietnam

    Kurteisasta þjóð í heimi?

    Miðað við staðhæfinguna í upphafi er þá betra að hafa hljótt um það að ein sérstaklega kurteis þjóð í Asíu kann vel að meta að allt sé akkúrat og nákvæmlega eins og samið var um í upphaflegri pöntun þeirra á ferðaskrifstofu. Þar ræður varkárni og öryggi för og því mikilvægt að fá staðfest þjónusta sé veitt. Fyrirmæli um mat, gistingu og afþreyingu verða að standast 100% og starfsmenn verða því að fylgja þeim í smáatriðum.

    Hávaxnasta þjóð í heimi?

    Er það feimnismál, frumkvæði eða kannski bara fordómar að vita að margir frá landi túlípanans eru hávaxnir (og glæsilegir)? Er kannski rétt að yppta öxlum og leyfa þeim bara að sitja í keng í bílaleigubílnum eða sofa i fósturstellingum í rúminu sökum plássleysis?

    Vín- og kaffiþjóðir

    Og er það sjálfsagt frumkvæði eða bara fordómar að vita að sumar þjóðir vilja byrja daginn með gæðakaffi með heitri mjólk en þiggja gjarnan léttvín með hádegis- og kvöld?

    Taka góðan tíma í að borða

    Er það frumkvæði eða algjört leyndarmál að vita hvaða þjóðir eru vanar að borða bæði hádegismat og kvöldmat seinna en við og að fólk af því þjóðerni væri oftar en ekki mjög þakklátt ef því væri bent á veitingastaði þar sem panta má gæðamat klukkan ellefu á kvöldin? Eigum við kannski bara að láta eins og við vitum ekkert um það og að þetta sé þeirra vandamál?

    Hvaðan koma grænmetisæturnar?

    Er það feimnismál eða kannski bara sjálfsögð kurteisi að spyrja hvort einhverjir gesta séu með fæðuóþol, borði ekki kjöt og svo framvegis? Sjálf hef ég oft farið svöng heim úr boðum því ég borða ekki kjöt og er of kurteis til að að láta vita. Ég væri afar þakklát ef einhverjir þyrðu að spyrja svo þetta væri ekki leyndarmál sem þarf að pukrast með. Ein hnetusteik, eggjabaka eða stærri salatskammtur myndi leysa vandamálið.

    Fyrst við erum farin að ræða þetta þá eru líka til þjóðir sem eru fremur grænmetisætur, aðrar borða ekki svínakjöt eða kjöt og mjólk á sama tíma. Það er enginn að tala um að snúa öllu við heldur að koma til móts við þarfir gestanna okkar!

    Tags:bandarískir ferðamennferðamennferðaþjónustugæði þjónustuJapanskir túristarkínverskir túristarmenningarheimarmenningarlæsimenningarnæmniólíkir menningarheimarstjórnendaþjálfuntúristar frá AsíuþjónustugæðiÞjónustusamskiptiþjónustustjórnun
    Margrét Reynisdóttir
    Margrét Reynisdóttir eigandi Gerum betur ehf. er með Msc í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla íslands, MSc í alþjóða markaðsfræði frá Strathclyde University í Glasgow og Bsc í matvælafræði frá Oregon State University. Margrét hlaut styrk í gegnum Fulbright stofnunina til að stunda námið í Bandaríkjunum.

    Fleiri áhugaverðar færslur

    Sóknarfæri í kvörtunum

    • 4. apríl, 2022
    • höfundur Margrét Reynisdóttir
    • Þjónustubloggið
    Viðbrögð fyrirtækja við kvörtunum hafa mikil áhrif á mat viðskiptavina á gæðum þjónustu, ánægju, tryggð og trausti. Rannsóknir sýna...
    Árangursrík samskipti
    Árangursrík þjónustusamskipti með líkamstjáningu
    3. febrúar, 2022
    Erfiðir viðskiptavinir: Kæla með kurteisi
    3. febrúar, 2022
    þjónustusímsvörun
    Tips: Vera “pro” í síma
    2. febrúar, 2022

    Gerum betur á Facebook

    Þjónustubloggið

    Sóknarfæri í kvörtunum
    04apr,2022
    Árangursrík samskipti
    Árangursrík þjónustusamskipti með líkamstjáningu
    03feb,2022
    Erfiðir viðskiptavinir: Kæla með kurteisi
    03feb,2022

    Efnisorð

    bandarískir ferðamenn cultural awarness Cultural differences Design service erfiðir viðskiptavinir ferðamenn ferðaþjónustu framúrskarandi þjónusta gæði þjónustu How are icelanders Japanskir túristar Kvartanastjórnun Kvartanir viðskiptavina kínverskir túristar Líkamstjáning menningarfærni menningarheimar menningarlæsi menningarnæmni Meðmælaskor Mælingar á þjónustu Móttaka viðskiptavina Mótun þjónustustefnu NPS rafræn námskeið Samskipti í gegnum tölvupóst Service design starfsmannavelta stjórnendaþjálfun Tímastjórnun túristar frá Asíu vefnámskeið welcoming foreign guests welcoming tourists Árangursrík samskipti Þjónustusamskipti Þjónustustefna ábendingastjórnun ólíkir menningarheimar þjónustugæðanámskeið þjónustugæði þjónustuhönnun þjónustustjórnun þjónustuupplifun þjóðerni og þjónusta

    Fylgist með okkur á Facebook

    Þjónustubloggið

    Sóknarfæri í kvörtunum
    04apr,2022
    Viðbrögð fyrirtækja við kvörtunum hafa mikil áhrif á mat viðskiptavina á gæðum þjónust
    Árangursrík samskipti
    Árangursrík þjónustusamskipti með líkamstjáningu
    03feb,2022
    Líkamstjáning er okkar leið til að eiga samskipti við umheiminn án orða t.d. með svipbrigðu
    Erfiðir viðskiptavinir: Kæla með kurteisi
    03feb,2022
    Flestir lenda í því einhvern tíma á starfsferlinum að þurfa að fást við erfiðan viðskipt

    GERUM BETUR

    +354 899 8264 

    gerumbetur@gerumbetur.is

    Boðagranda 12, 107 Reykjavík

    Kt: 671210 1310 / VSK: 131739

    TENGLAR

    • Innskráning notanda
    • >
    • Umsagnir viðskiptavina
    • >
    • Algengar spurningar
    • >
    • Persónuverndarstefna
    • >

    SAMFÉLAGSMIÐLAR

    • Facebook
    • Linkedin
    • Youtube

    Vefur unnin af Hugríki