Gerum beturGerum betur
  • Forsíða
  • Bækur
  • Námskeið
  • Rafræn námskeið
  • Videó
  • Bloggið
  • Um okkur
    • Spurt og svarað
    • Innskráning
  • English
    • Polskie
    Back
    • Forsíða
    • Bækur
    • Námskeið
    • Rafræn námskeið
    • Videó
    • Bloggið
    • Um okkur
      • Spurt og svarað
      • Innskráning
    • English
      • Polskie
      • Home
      • Blog
      • Þjónustubloggið
      • Snúðu kvörtunum í tækifæri – auktu tryggð og styrktu orðspor fyrirtækisins!

      Þjónustubloggið

      04 mar

      Snúðu kvörtunum í tækifæri – auktu tryggð og styrktu orðspor fyrirtækisins!

      • Höfundur Margrét Reynisdóttir

      Viðbrögð fyrirtækja við kvörtunum skipta sköpum fyrir upplifun viðskiptavina, tryggð þeirra og traust til vörumerkisins. Rannsóknir sýna að meirihluti viðskiptavina er ósáttur við hvernig kvartanir þeirra eru meðhöndlaðar – sem getur haft neikvæð áhrif á rekstur og orðspor.

      🔥Hvað ef þú gætir breytt kvörtunum í tækifæri? Með því að þjálfa starfsfólk í móttöku kvartana, hafa skýran feril fyrir móttöku þeirra, veita skjót viðbrögð og bjóða sanngjarnar lausnir, má gera óánægða viðskiptavini aftur ánægða og jafnvel ánægðari en þeir voru áður.

       

      Af hverju kvarta viðskiptavinir ekki?

      Óánægðir viðskiptavinir segja oft ekkert – þeir einfaldlega hverfa og velja næst keppinaut. Hér eru helstu ástæður þess að fólk kvartar ekki:

      🔹 Gera ekki ráð fyrir svari frá fyrirtækinu.
      🔹 Vilja ekki lenda í óþægilegum samskiptum við starfsfólk.
      🔹 Er ekki visst um rétt sinn eða ábyrgð fyrirtækis.
      🔹 Telur það ekki þess virði að eyða tíma og orku í að kvarta.

      🎯 Þeir sem kvarta eru í raun að gefa fyrirtækinu tækifæri til að bæta fyrir mistökin, læra af þeim og bæta þjónustuna. Kvartanir eru í raun ókeypis ráðgjöf!


      3 lykilþættir í árangursríkri meðhöndlun kvartana

      gesture and body language

      1️⃣ Sanngjarnar bætur – hvað vilja viðskiptavinir?

      Þegar þjónusta bregst vilja viðskiptavinir að bætt sé  bæði fyrir óhagræði og kostnað sem þeir hafa orðið fyrir og að úrbæturnar séu í samræmi við óánægju þeirra.

      🛠 Dæmi um úrbætur sem virka:
      ✅ Afsökunarbeiðni.
      ✅ Viðgerð eða skipti á vörum.
      ✅ Endurgreiðsla, inneign eða afsláttur.
      ✅ Aukabónus eins og gjafabréf eða ókeypis þjónusta.

      🎯 Ábending: Viðskiptavinir kunna að meta þegar þeir fá að velja úr fleiri en einum kosti mögulegra bóta, frekar en að fá staðlaða lausn sem kannski hentar ekki.


      2️⃣ Skýr boðleið og skjót viðbrögð

      Viðskiptavinir vilja skýr svör og skjót viðbrögð. Það síðasta sem óánægður viðskiptavinur vill upplifa er flókið kvörtunarferli eða seinagang.

      🚀 Hvernig á að bregðast hratt og faglega við?
      ✔️ Fyrsti starfsmaðurinn sem fær kvörtunina ætti að mega leysa flest mál.
      ✔️ Kvartanir ættu ekki að þurfa að fara í gegnum margar deildir.
      ✔️ Einföld og skýr ferli draga úr óánægju og auka traust

      🛑 Algeng mistök:
      ❌ Viðskiptavinur þarf að endurtaka sögu sína fyrir marga starfsmenn.
      ❌ Kvartanir tefjast óþarflega vegna óskýrra ferla.
      ❌ Skortur á skýrum verkferlum veldur ringulreið innan fyrirtækisins.

      🎯 Ábending: Fyrirtæki sem innleiða skýrt kvörtunarferli geta leyst á faglegan hátt hratt og örugglega úr málum. Það er ekki bara kostur fyrir viðskiptavininn heldur sparar fyrirtækinu óþarfa spor og leiðindi.


      3️⃣ Fagleg framkoma starfsmanna

      Viðskiptavinir meta ekki bara hvað er gert til að leysa úr kvörtuninni– heldur einnig hvernig það er gert. Rannsóknir sýna að framkoma starfsmanna hefur jafnvel meiri áhrif á ánægju viðskiptavina en úrbæturnar sjálfar!

      💡 Lykilatriði í framkomu við kvartanir:
      ✔️ Hlustun og samkennd – sýna að kvörtunin er tekin alvarlega.
      ✔️ Halda ró sinni og fagmennsku, jafnvel þegar viðskiptavinur er pirraður.
      ✔️ Nota jákvætt og lausnamiðað tungutak.
      ✔️ Virðing og axla ábyrgð – viðskiptavinurinn á ekki að finna fyrir því að hann sé „vandamál“.

      🛑 Mistök sem geta haft skaðleg áhrif:
      ❌ Starfsmenn sýna áhugaleysi, vanvirðing eða ókurteisi.
      ❌ Ónærgætni, pirringur eða vanþekking á því hvernig á að leysa málið.

      🚀 Lausn: Fyrirtæki sem fjárfesta í þjálfun starfsmanna í faglegum samskiptum við erfiða viðskiptavini ná betri árangri í kvörtunarstjórnun og bæta upplifun viðskiptavina.


      Af hverju skiptir máli að leysa fljótt og vel? 📊

      Rannsóknir sýna að hversu fljótt er leyst úr kvötun hefur bein áhrif á tryggð viðskiptavina:

      📌 82% viðskiptavina sem fengu skjót úrbætur sögðust myndu versla aftur við fyrirtækið.
      📌 Ef kvartanaferlið dróst á langinn, sögðust aðeins 54% vilja koma aftur.
      📌 Viðskiptavinir sem kvarta ekki eru ólíklegastir (9%) til að versla aftur – sem þýðir að þeir yfirgefa fyrirtækið hljóðlega.

      ✨ Hvernig leyst er úr mistök getur haft úrslita áhrif á hvort fyrirtæki haldi viðskiptavinum eða missi þá til samkeppnisaðila.


      Þjálfaðu starfsfólkið í faglegri kvörtunarstjórnun 🚀

      🔥 Námskeið okkar í samskiptum við erfiða viðskiptavini kenna þér og teyminu þínu hagnýt verkfæri til að:

      ✅ Bregðast rétt við kvörtunum og snúa óánægju í tryggð.
      ✅ Draga úr árekstrum og streitu í samskiptum.
      ✅ Auka sjálfstraust starfsfólks í erfiðum aðstæðum.
      ✅ Hækka þjónustustig og tryggja betri upplifun viðskiptavina.

      📍 Taktu námskeiðið rafrænt hér: Erfiðir viðskiptavinir – Gerum betur
      📍 Pantaðu sérsniðið námskeið haldið á þínum vinnustað: Erfiðir viðskiptavinir – Stjórnun krefjandi samskipta og kvartanir – Gerum betur

      Að fást við erfiða viðskiptavini📍 Pantaðu bók eftir leiðbeinanda námskeiðsins: Að fást við erfiða viðskiptavini – Gerum betur

       


      Niðurstaða: Kvartanir eru tækifæri!

      🛠 Fyrirtæki sem líta á kvartanir sem tækifæri til að læra, bæta sig og efla samskiptahæfni starfsfólks tryggja jákvæðari upplifun viðskiptavina og auka tryggð.


      Tengd blogg frá Gerum betur

      Að takast á við erfiða viðskiptavini – lykillinn að faglegum samskiptum – Gerum betur

      Tags:ábendingastjórnunBreyta óánægðum viðskiptavini í ánægðaerfiðir viðskiptavinirframúrskarandi þjónustagæði þjónustuKvartanastjórnunóánægir viðskiptavinirstjórnendaþjálfunþjónustugæðiþjónustuhönnunþjónustustjórnun
      Margrét Reynisdóttir
      Margrét Reynisdóttir
      Margrét Reynisdóttir eigandi Gerum betur ehf. er með Msc í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla íslands, MSc í alþjóða markaðsfræði frá Strathclyde University í Glasgow og Bsc í matvælafræði frá Oregon State University. Margrét hlaut styrk í gegnum Fulbright stofnunina til að stunda námið í Bandaríkjunum.

      Fleiri áhugaverðar færslur

      Markviss fræðsla er fjárfesting sem skilar sér

      • 26. febrúar, 2025
      • höfundur Margrét Reynisdóttir
      • Þjónustubloggið
      Fræðsla og þjálfun starfsfólks er ekki kostnaður – heldur fjárfesting sem skilar sér margfalt til baka. Fjölmargar rannsóknir sýna...
      Framúrskarandi þjónusta með Disney-aðferðinni
      21. febrúar, 2025
      Bættu samskipti og sölu með menningarlæsi
      28. janúar, 2025
      Áramót - blogg
      Hvernig kveðja mismunandi menningarheimar árið?
      18. desember, 2024

      Gerum betur á Facebook

      Þjónustubloggið

      Vertu meistari í símaþjónustu – 10 ráð til að heilla viðskiptavini!
      31mar,2025
      Snúðu kvörtunum í tækifæri – auktu tryggð og styrktu orðspor fyrirtækisins!
      04mar,2025
      Markviss fræðsla er fjárfesting sem skilar sér
      26feb,2025

      Efnisorð

      bandarískir ferðamenn Breyta óánægðum viðskiptavini í ánægða CulturalAwareness cultural awarness Cultural differences CulturalSensitivity Cultural Sensitivity Training CustomerServiceTraining Difficult customers Dos & donts when welcoming foreign guests erfiðir viðskiptavinir ferðamenn ferðaþjónustu framúrskarandi þjónusta gæði þjónustu Hulduheimsókn Japanskir túristar Kvartanastjórnun Kvartanir viðskiptavina kínverskir túristar menningarfærni menningarheimar menningarlæsi menningarlæsi. menningarnæmni menningarnæmni menningarvitund Móttaka viðskiptavina Mótun þjónustustefnu Samskiptafærni starfsmannavelta stjórnendaþjálfun túristar frá Asíu welcoming tourists Árangursrík samskipti Þjónustumat Þjónustunámskeið Þjónustusamskipti Þjónustustefna Þjónustuþjálfun í sýndarveruleika ábendingastjórnun ólíkir menningarheimar óánægir viðskiptavinir þjónustugæði þjónustuhönnun þjónustustjórnun

      Fylgist með okkur á Facebook

      Þjónustubloggið

      Vertu meistari í símaþjónustu – 10 ráð til að heilla viðskiptavini!
      31mar,2025
      Þjónustusímsvörun skiptir sköpum fyrir jákvæða upplifun viðskiptavina!Að svara símtölum
      Snúðu kvörtunum í tækifæri – auktu tryggð og styrktu orðspor fyrirtækisins!
      04mar,2025
      Viðbrögð fyrirtækja við kvörtunum skipta sköpum fyrir upplifun viðskiptavina, tryggð þeirr
      Markviss fræðsla er fjárfesting sem skilar sér
      26feb,2025
      Fræðsla og þjálfun starfsfólks er ekki kostnaður – heldur fjárfesting sem skilar sér

      GERUM BETUR

      +354 899 8264 

      gerumbetur@gerumbetur.is

      Boðagranda 12, 107 Reykjavík

      Kt: 671210 1310 / VSK: 131739

      TENGLAR

      • Innskráning notanda
      • >
      • Umsagnir viðskiptavina
      • >
      • Algengar spurningar
      • >
      • Persónuverndarstefna
      • >

      SAMFÉLAGSMIÐLAR

      • Facebook
      • Linkedin
      • Youtube

      Vefur unnin af Hugríki

      We use cookies to ensure that we give you the best experience on our website. If you continue to use this site we will assume that you are happy with it.Ok