Hátíðarmatur og sérþarfir: Hvernig McDonald’s mætir ólíkum menningarheimum
Á námskeiðum hjá mér heyri ég stundum að rætt er um hvernig hægt er að koma til móts við matarhefðir. Gaman að velta því fyrir sér þegar margir eru sennilega sveittir við jólaundirbúninginn að reyna að mæta öllum sérþörfum, er áhugavert að skoða hvernig stórfyrirtæki eins og McDonald’s aðlagar sig að ólíkum menningarheimum um allan heim. Hér eru nokkur dæmi:
McDonald’s á Indlandi
McDonald’s í Indlandi býður upp á sérstakan grænmetismatseðil með réttum eins og McAloo Tikki og McVeggie borgurum. Það er ekkert nautakjöt eða svínakjöt á matseðlinum, til að virða trúar- og menningarlegar hefðir landsins.
McDonald’s í Kína
Í Kína finnur þú rétti sem eru sniðnir að kínverskum bragðlaukum, eins og McSpicy Chicken Burger og Prosperity Burger. McDonald’s býður einnig upp á heimsendingarþjónustu til að mæta eftirspurn neytenda.
McDonald’s í Brasilíu
Í Brasilíu er Cheddar McMelt vinsæll réttur, gerður úr fersku hráefni og bragði sem hentar brasilískum neytendum. Markaðssetningin tengist oft ástríðu Brasilíumanna fyrir fótbolta.
McDonald’s í Ástralíu
Í Ástralíu hefur McDonald’s innleitt McCafé til að koma til móts við kaffimenningu Ástrala. Þeir bjóða einnig upp á heilsusamlegri valkosti eins og salöt og vefjur til að mæta kröfum neytenda.
McDonald’s í Sameinuðu arabísku furstadæmunum
Í Sameinuðu arabísku furstadæmunum finnur þú svæðisbundna rétti eins og McArabia samloku með arabísku brauði. McDonald’s hefur einnig sérstaka opnunartíma og tilboð á meðan á Ramadan stendur.
Já, allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi.