Hinn heimsþekkta stjórnunarfræðingur Peter Drucker sagði að það mikilvægasta í samskiptum er að heyra hvað ekki er sagt. Á námskeiðinu er áherslan því að sýna hvernig þú getur heyrt það sem viðskiptavinir þínir og samstarfsfólk segir með líkamstjáningu og raddbeitingu. Þarna geta smávægileg atriði haft mikil áhrif á hvort samskiptin og þjónustan verði árangursrík. Námskeiðið er samsett úr örþjálfunarmyndböndum með Erni Árnasyni leikara, íslenskri rafbók, rafrænni könnun og verkefnum.
Markmið:
- Skilja mikilvægi líkamstjáningar og raddbeitingar í þjónustu.
- Átta sig á mikilvægi samskiptatækni í virkri hlustun.
- Vita að jafnvel lítil atriði í samskiptatækni þinni geta haft mikil áhrif á upplifun annarra.
- Styrkja öryggi í samskiptum og fagmennsku.
Innfalið í námskeiði:
3 stutt þjálfunarmyndbönd þar sem Örn Árnason leikari sýnir á skemmtilegan hátt hvað virkar og virkar ekki í samskiptum og þjónustu.
Rafbókin Árangursrík samskipti með líkamstjáningu.
Viðurkenningarskjal í lok námskeiðs.
Verkefni fyrir 3 vikur sem gefa þér tækifæri í að æfa þig í að lesa aðra og bæta eigin samskiptatækni.
Opið í 3 vikur og má taka allt í einu eða í áföngum á þeim tíma sem þér hentar.
Pantið námskeiðið með því að senda upplýsingar um nafn og kt. á gerumbetur@gerumbetur.is eða 8998264
Ýmis stéttarfélög styrkja námskeiðið um allt að 90% af kostnaði. Upplýsingar t.d. á www.attin.is
Námskeiðið er einnig hægt að halda inni í fyrirtækjum