NÝTT – Hrós er sólskin í orðum

Höfundur: Margrét Reynisdóttir

Viltu fá meira sólskin og jákvæðni inn á vinnustaðinn?

Námskeiðið Hrós er sólskin færir meira sólskin, jákvæðni og birtu inn á vinnustaðinn því hrós er einfaldlega uppbyggilegt. Það er í mannlegu eðli að finnast gott að vera hrósað og finna að aðrir kunna að meta okkur. Hrós fær flesta til að brosa, getur breytt skapi okkar á augabragði, slæmum degi í góðan og „dimmu í dagsljós.“ Sumir ylja sér lengi við minninguna um gott hrós, jafnvel árum saman. Flestir kunna auk þess vel að meta þá sem hrósa. Fyrirlestrar eru stuttir, áhersla er lögð á gagnvirkar umræður og fjölbreyttar skapandi aðferðir til að virkja þátttakendur.

Markmið:

  • Skapa jákvætt viðhorf.
  • Auka ánægju í starfi.
  • Skilja hvernig markvisst hrós eflir aðra.
  • Efla liðsheildina, fagmennsku og öryggi í samskiptum.

 

Umsagnir um námskeið: HÉR