Þjónusta & árangursrík samskipti

Höfundur: Margrét Reynisdóttir

Viltu eiga árangursríkari samskipti?

Tag:

Námskeiðið nýtist jafnt í samskiptum við viðskiptavina og samstarfsfólk hvort sem það er á netinu eða augliti til auglitis. Námskeiðinu Þjónusta og árangursrík samskipti fylgja verkefni sem gefa þér tækifæri í að æfa þig í að lesa aðra og bæta eigin samskiptatækni. Örn Árnason leikari sýnir á skemmtilegan hátt í 3 örþjálfunarmyndböndum sem notuð eru á námskeiðinu hvernig líkamstjáning og raddbeitingin hafa áhrif á hvort samskipti þín séu árangursrík. Fyrirlestrar eru stuttir, áhersla er lögð á gagnvirkar umræður og fjölbreyttar skapandi aðferðir til að virkja þátttakendur.

Markmið:

  • Skilja mikilvægi líkamstjáningar og raddbeitingar í þjónustu og árangursríkum samskiptum.
  • Átta sig á mikilvægi samskiptatækni í virkri hlustun.
  • Vita að jafnvel lítil atriði í samskiptatækni þinni geta haft mikil áhrif á upplifun annarra.
  • Styrkja öryggi í samskiptum og fagmennsku.

 

Ný íslensk handbók Árangursrík samskipti með líkamstjáningu getur fylgt með námskeiðinu

Árangursrík samskipti

Panta námskeið eða fá nánari upplýsingar: gerumbetur@gerumbetur.is eða  8998264

 

Umsagnir: HÉR