Á námskeiðinu Samræmd þjónusta og væntingastjórnun er fjallað um hvernig samræmd þjónusta og samskipti eru lykillinn að því að stýra væntingum viðskiptavina og samstarfsfólks. Fyrirlestrar eru stuttir, áhersla er lögð á gagnvirkar umræður, sýnd myndbönd um þjónustusamskipti og fjölbreyttar skapandi aðferðir til að virkja þátttakendur.
Markmið:
- Auka samhæfingu, samvinnu og jafnvægi.
- Skilja hvernig samræmd þjónusta eykur ánægju viðskiptavina.
- Meta hvaða þætti þjónustunnar þarf að samræma.
- Styrkja liðsheildina, fagmennsku og öryggi í samskiptum.
Panta námskeið eða fá nánari upplýsingar: gerumbetur@gerumbetur.is eða 8998264
Hótel Klettur segir hér frá reynslu sinni af þjálfun frá Gerum betur