Skapandi æfingar í þjálfun
Rannsókn Gartner fyrirtækisins sýndi að 70% starfsfólks telur sig vanta meiri færni í starfi. Það þarf ekki að fjölyrða um það að persónuleg færni starfsfólks verður stöðugt mikilvægari þegar gervigreind, róbótatækni og önnur sjálfvirkni tekur yfir fleiri og fleiri störf. Þörfin fyrir færni á sviði félags- og tilfinningagreindar í Evrópu mun aukast um 32% næsta áratug samkvæmt McKinsey- ráðgjafafyrirtækinu. Rannsókn hjá Hart Research Associates sýndi að 93% vinnuveitenda töldu að færni umsækjanda í gagnrýninni hugsun, skýrum samskiptum og lausn flókinna mála vegi þyngra en sú háskólagráðu sem viðkomandi hefur lokið.
Í handbókinni Skapandi æfingar í þjónustuþjálfun nýttum við Sigrún Jóhannesdóttir hálfrar aldar reynslu okkar við námskeiðahald, kennslu og hönnun á náms- og þjálfunarefni. Æfingarnar í handbókinni eru mikilvægar til að koma ekki bara þekkingu og upplýsingum á framfæri heldur virkja starfsfólk á námskeiðum og efla mikilvæga þætti í persónulegri færni þeirra. Ef rýnt er í myndina hér að neðan má sjá að æfingarnar þjálfa á einn eða annan hátt 8 af 10 þáttum í persónulegri færni sem spáð að þörf sé á vinnumarkaði (top 10 job skills). Auk þess að þjálfa leiðbeinendur í að nota þessar æfingar markvisst í eigin fyrirtækjum þá má segja að þær séu fastur liður í okkar eigin námskeiðahaldi.
Heimild: Future of Jobs Report, 202, World Economic Forum
Æfingarnar í handbókinni eru flokkaðar á eftirfarandi hátt:
A. Viðhorfsæfingar (e. attitude, bias)
Þessar æfingar þjálfa fólk í að þekkja, bregðast við og skilja eigin viðhorf. Hæfni sem þjálfast er m.a.:
- Sjálfsþekking varðandi eigin fordóma og siðagildi
- Greina og takast á við siðaklemmur í starfinu
- Tjáning um starfið og aðstæður
- Ræða á faglegan hátt með tilvísun í starfsreglur og fyrirtækjamenningu
- Rökstyðja og finna lausnir
Mjög mikilvægt er að þátttakendur ræði eigin viðhorf og hvort þau gagnist í starfinu. Úrvinnslan á eftir æfingunni sjálfri er mikilvægur þáttur í þjálfuninni.
B. Hlutverkaæfingar (e. role playing)
Þessar æfingar þjálfa hæfni í að lifa sig inn í aðstæður og sjónarhorn viðskiptavina og samstarfsfólks.
Hæfni sem þjálfast er m.a.:
- Greiningar- og tjáningarhæfni um starfið og aðstæður
- Skilningur á aðstæðum og viðbrögðum viðskiptavina og samstarfsfólks
- Samkennd sem auðveldar úrlausnir og bætir þjónustuviðmót
- Sjálfstraust
- Gagnrýnin og skapandi hugsun
- Heildarsýn
- Hópefli
Mjög mikilvægt er að þátttakendur lifi sig inn í aðstæður þess einstaklings sem verið er að leika. Úrvinnslan á eftir æfingunni sjálfri með umræðum og lýsingum á hvernig leikendur upplifðu aðstæðurnar er mikilvægur þáttur í þjálfuninni.
C. Lausnaæfingar og skapandi hugsun (e. problem solving)
Þessar æfingar þjálfa hæfni í að leysa verkefni í hópi og ljúka þeim á farsælan hátt innan ákveðins tímaramma. Hæfni sem þjálfast er m.a.:
- Skapandi hugsun við lausn verkefna, jafnvel að hugsa út fyrir boxið
- Samvinna
- Samskipti
- Samkennd
- Samhæfing
- Tjáning
- Leiðtogahæfni
- Frumkvæði
- Skipulag