Gerum beturGerum betur
  • Forsíða
  • Bækur
  • Námskeið
  • Rafræn námskeið
  • Videó
  • Bloggið
  • Um okkur
    • Spurt og svarað
    • Innskráning
  • English
    • Polskie
    Back
    • Forsíða
    • Bækur
    • Námskeið
    • Rafræn námskeið
    • Videó
    • Bloggið
    • Um okkur
      • Spurt og svarað
      • Innskráning
    • English
      • Polskie
      • Home
      • Blog
      • Þjónustubloggið
      • Kennslumyndbönd: Þjónað til borðs

      Þjónustubloggið

      02 mar

      Kennslumyndbönd: Þjónað til borðs

      • Höfundur Margrét Reynisdóttir

      Þjálfun starfsfólks er tímafrek og kostnaðarsöm, því höfum við hannað kennslumyndbandið Effective Communication Skills for Waiters (á ensku og íslensku).  Í kennslumyndbandinu miðlar framreiðslumeistari í leiknum atriðum fróðleik, svo starfsfólk ykkar læri hraðar árangursríkar samskiptaleiðir í móttöku gesta, sölutækni, meðhöndlun kvartana o.fl. Smellið hér til að skoða 1 af 11 köflum myndbandsins. 

      Þökk sé íslenskum fræðslusjóðum stéttarfélaga þá styrkja þeir fyrirtæki v/kaupa á kennslumyndbandinu allt að 80-90% af kostnaði – sjá hér.  Ef þið viljið kaupa myndböndin til eigin nota þá sendið okkur tölvupóst á gerumbetur@gerumbetur.is

      Litlu atriðin skipta miklu máli

      Falleg umgjörð og girnilegur matur duga veitingastöðum skammt ef þjónusta starfsfólks er ekki upp á marga fiska. Margrét Reynisdóttir eigandi Gerum betur ehf. segir laka þjónustu bitna á veitingastöðunum með ýmsum hætti, og að skortur á þjálfun starfsfólks skapi óöryggi og jafnvel vanlíðan í starfi sem síðan eykur starfsmannaveltu. „Íslenskir veitingastaðir hafa átt fullt í fangi með að þjálfa starfsfólk því ferðamannastraumurinn skall hratt á að nýju,“ segir hún. „Markviss þjálfun getur tryggt árangursríkari og faglegri samskipti starfsfólks við gesti og haft í för með sér að viskiptavinir sitja lengur og panti jafnvel meira. Auk þess verður starfsfólk þá ánægðara í starfi enda enda sýna rannsóknir að þessir þættir haldast í hendur.“

      Góð þjálfun gerir starfið ánægjulegra

      Fyrirtæki Margrétar hefur framleitt nýtt og hnitmiðað kennsluefni myndbandsformi sem ætlað er að þjálfa helstu atriði góðrar þjónustu. Hún segir að meðal þess sem þjálfunin eigi að skila sé að viðskiptavinunum sé betur sinnt og starf þjónsins verði ánægjulegra og minna slítandi: „Eitt af því sem við brýnum fyrir fólki, og sem þeir sem vanir eru framreiðslu vita vel, er að nýta allar ferðir. Ef t.d. gestinum er vísað til borðs mætti t.d. taka matseðla og vatnskönnu með í leiðinni í stað þess að fara tvær ferðir til og frá borðinu,“ segir hún. „Starfsfólki líður betur þegar það hefur fengið þjálfun við hæfi, því þá getur það sinnt vinnunni af meira öryggi. Þá má alltaf eiga von á að góð þjónusta leiði til þess að t.d. bandarískir gestir skilji eftir smá glaðning, en að sama skapi er borin von að sá sem kann ekki undirstöðuatriðin fái þjórfé.“

      Rétt þjálfun eykur starfsánægju og bætir upplifun gesta

      Kennslumyndbandið er bæði á ensku og íslensku og samanstendur af 11 sjálfstæðum þáttum með samantekt í lok hvers kafla. „Í myndbandinu fylgjumst við með pari sem kemur inn á veitingastað og sjáum skref fyrir skref upplifun þeirra í samskiptum við þjóninn. Reyndur framreiðslumeistari leikur þjón í veitingasal og leggur áherslu á rétt og röng viðbrögð í samskiptum við gestina. Örn Árnason leikari er svo þulur og lýsir á lifandi hátt hvað vel er gert, hvað má bæta og með hvaða hætti samskiptin verði sem faglegust og árangursríkust,“ útskýrir Margrét.

      Góð ummæli og aukin sala

      Meðal þeirra samskipta þjóns og viðskiptavinar sem fjallað er um hvernig á að kanna hvort að fyrir hendi séu einhverjar sérþarfir hjá gestum s.s. fæðuóþol. „Við förum yfir alla mikilvægustu þættina, allt frá því hvernig tekið er á móti gestunum og þar til gengið er frá greiðslu og gestirnir kvaddir. Í upphafi er fjallað um hvernig á að skapa jákvæða upplifun strax og gesturinn mætir. Þegar fólk kemur á veitingastað þurfa móttökurnar að vera réttar, og ekki má gleyma að brosa, ná augnsambandi og heilsa – rétt eins og þegar við tökum við gestum heima hjá okkur,“ segir Margrét. „Öll þessi litlu atriði láta gestinn upplifa að hann sé velkominn og það skilar sér í jákvæðri upplifun gesta og vonandi jákvæðum ummælum á vefnum, og síðast en ekki síst með fleiri krónum í kassann hjá eigendum.“

      Hlutverk þess sem þjónar er líka að vera sölumaður og segir Margrét að sú viðbótarsala, ekki síst á drykkjum, sem flinkur þjónn getur náð fram skipti oft sköpum fyrir reksturinn, og fer námskeiðið í saumana á góðri sölutækni á veitingastað.

      Að gleðja fúla gesti

      Kennslumyndbandið fjallar einnig um hvernig best er að fást við leiðinlegar uppákomur og stýra væntingum gesta s.s. ef eldhúsið er undirmannað. „Ef fólk má eiga von á að seinkun verði á matnum þá skiptir það miklu fyrir upplifunina að þau séu látin vita í stað þess að bíða í fullkominni óvissu. Við förum líka ítarlega yfir það hvað á að gera ef að mistök eiga sér stað, þar sem minnstu svipbrigði geta skipt máli, og hve mikilvægt það er að vera þolinmóður og kurteis t.d. ef korti er hafnað,“ segir Margrét. „Þjónarnir þurfa líka að vita hvað þeir mega gera ef eitthvað hefur farið úrskeiðis, og þannig bæta gestinum upp vonbrigði eða óþægindi. Þarf kannski ekki meira til að gera gesti ánægða á ný en að veita þeim kaffibolla eða tertusneið í boði hússins. Rannsóknir hafa sýnt að  hægt er að gera gesti ánægðari en þeir voru áður en mistökin urðu ef viðbrögð þjóns eru til fyrirmyndar“.

      Margrét vonast til þess að kennslumyndbandið komi í góðar þarfir hjá öllum þeim aðilum stunda veitingasölu og með bættri þjálfun megi draga úr starfsmannaveltu. „Að þjóna til borðs getur verið mjög krefjandi starf og reynsla og þekking á því sviði er mikill kostur í augum marga vinnuveitanda. Kennslumyndbandið ætti sannarlega að geta stytt mönnum leið við þá þjálfun.“

      Ásgeir Ingvarsson. Viðtal birt i Morgunblaðinu 3.10.22

      Hægt er að kaupa kennslumyndböndin til að þjálfa árangursrík samskipti og sölutækni í veitingasal og nota samhliða verklegri þjálfun (bara senda línu á gerumbetur@gerumbetur.is). Fræðslusjóðir stéttafélaga styrkja þar fyrirtæki um allt að 90% – sjá nánar. www.attin.is

      Umsagnir:

      Virkilega flott og vandað kennslumyndband. Sé mikil tækifæri í því við þjálfun og kennslu okkar starfsfólks. Myndbandið er afar faglega unnið og snertir bókstaflega á öllum þeim þáttum sem hafa þarf í huga eigi að veita framúrskarandi þjónustu. Vel þjálfað starfsfólk tryggir ánægju í starfi, minni starfsmannaveltu og síðast en ekki síst ánægða viðskiptavini. Ingibjörg Bergmann, veitingastjóri Múlaberg BITSRO & BAR

      Kemur vel út, þarna eruð þið að taka á svo mörgum þáttum sem koma upp við framreiðslu til gesta & samskipti.“ Heilt yfir skýrt og spot on á ákveðna þætti. Vel gert! Hallgrímur Sæmundsson, kennari í framleiðslu MK.

      Kennslumyndböndin eru algjörlega frábær – skerpa á lykilatriðum í samskiptum og sölu. Mæli eindregið með þeim! Bergþóra Ólafía Ágústsdóttir, Pakkhúsið

      „Skemmtilegt, fjölbreytt kennslumyndband og þarft í bransanum. Eykur sjálfstraust starfsfólksins okkar gagnvart gestunum.“  Fá þarna beint í æð hvernig á að bera sig að í starfinu. Viktor Már Kristjánsson,  Ráðagerði veitingahús.

      Tags:ábendingastjórnunBreyta óánægðum viðskiptavini í ánægðaerfiðir viðskiptavinirframúrskarandi þjónustagæði þjónustuKvartanastjórnunóánægir viðskiptavinirstjórnendaþjálfunþjónustugæðiþjónustuhönnunþjónustustjórnun
      Margrét Reynisdóttir
      Margrét Reynisdóttir
      Margrét Reynisdóttir eigandi Gerum betur ehf. er með Msc í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla íslands, MSc í alþjóða markaðsfræði frá Strathclyde University í Glasgow og Bsc í matvælafræði frá Oregon State University. Margrét hlaut styrk í gegnum Fulbright stofnunina til að stunda námið í Bandaríkjunum.

      Fleiri áhugaverðar færslur

      Snúðu kvörtunum í tækifæri – auktu tryggð og styrktu orðspor fyrirtækisins!

      • 4. mars, 2025
      • höfundur Margrét Reynisdóttir
      • Þjónustubloggið
      Viðbrögð fyrirtækja við kvörtunum skipta sköpum fyrir upplifun viðskiptavina, tryggð þeirra og traust til vörumerkisins. Rannsóknir sýna að meirihluti...
      Markviss fræðsla er fjárfesting sem skilar sér
      26. febrúar, 2025
      Framúrskarandi þjónusta með Disney-aðferðinni
      21. febrúar, 2025
      Bættu samskipti og sölu með menningarlæsi
      28. janúar, 2025

      Gerum betur á Facebook

      Þjónustubloggið

      Vertu meistari í símaþjónustu – 10 ráð til að heilla viðskiptavini!
      31mar,2025
      Snúðu kvörtunum í tækifæri – auktu tryggð og styrktu orðspor fyrirtækisins!
      04mar,2025
      Markviss fræðsla er fjárfesting sem skilar sér
      26feb,2025

      Efnisorð

      bandarískir ferðamenn Breyta óánægðum viðskiptavini í ánægða CulturalAwareness cultural awarness Cultural differences CulturalSensitivity Cultural Sensitivity Training CustomerServiceTraining Difficult customers Dos & donts when welcoming foreign guests erfiðir viðskiptavinir ferðamenn ferðaþjónustu framúrskarandi þjónusta gæði þjónustu Hulduheimsókn Japanskir túristar Kvartanastjórnun Kvartanir viðskiptavina kínverskir túristar menningarfærni menningarheimar menningarlæsi menningarlæsi. menningarnæmni menningarnæmni menningarvitund Móttaka viðskiptavina Mótun þjónustustefnu Samskiptafærni starfsmannavelta stjórnendaþjálfun túristar frá Asíu welcoming tourists Árangursrík samskipti Þjónustumat Þjónustunámskeið Þjónustusamskipti Þjónustustefna Þjónustuþjálfun í sýndarveruleika ábendingastjórnun ólíkir menningarheimar óánægir viðskiptavinir þjónustugæði þjónustuhönnun þjónustustjórnun

      Fylgist með okkur á Facebook

      Þjónustubloggið

      Vertu meistari í símaþjónustu – 10 ráð til að heilla viðskiptavini!
      31mar,2025
      Þjónustusímsvörun skiptir sköpum fyrir jákvæða upplifun viðskiptavina!Að svara símtölum
      Snúðu kvörtunum í tækifæri – auktu tryggð og styrktu orðspor fyrirtækisins!
      04mar,2025
      Viðbrögð fyrirtækja við kvörtunum skipta sköpum fyrir upplifun viðskiptavina, tryggð þeirr
      Markviss fræðsla er fjárfesting sem skilar sér
      26feb,2025
      Fræðsla og þjálfun starfsfólks er ekki kostnaður – heldur fjárfesting sem skilar sér

      GERUM BETUR

      +354 899 8264 

      gerumbetur@gerumbetur.is

      Boðagranda 12, 107 Reykjavík

      Kt: 671210 1310 / VSK: 131739

      TENGLAR

      • Innskráning notanda
      • >
      • Umsagnir viðskiptavina
      • >
      • Algengar spurningar
      • >
      • Persónuverndarstefna
      • >

      SAMFÉLAGSMIÐLAR

      • Facebook
      • Linkedin
      • Youtube

      Vefur unnin af Hugríki

      We use cookies to ensure that we give you the best experience on our website. If you continue to use this site we will assume that you are happy with it.Ok