Gerum betur Gerum betur
  • Forsíða
  • Bækur
  • Námskeið
  • Rafræn námskeið
  • Ráðgjöf
  • Bloggið
  • Um okkur
    • Umsagnir
    • Spurt og svarað
    • Innskráning
  • English
    • Polskie
    • Forsíða
    • Bækur
    • Námskeið
    • Rafræn námskeið
    • Ráðgjöf
    • Bloggið
    • Um okkur
      • Umsagnir
      • Spurt og svarað
      • Innskráning
    • English
      • Polskie
    • Forsíða
    • Þjónustubloggið
    • Tips: Vera “pro” í síma

    Þjónustubloggið

    02 feb

    Tips: Vera “pro” í síma

    • Höfundur Margrét Reynisdóttir
    þjónustusímsvörun

    Það skiptir miklu máli að vanda þjónustu í gegnum síma til að tryggja ánægju viðskiptavina. Þegar starfsmaður svarar símanum þá er hann talsmaður fyrirtækisins og þarf að veita fölskvalausa þjónustu. Það felast nefnilega margar áskoranir í þjónustusímsvörun hvort sem starfsmaður er t.d. lögfræðingur, þjónustufulltrúi, verkfræðingur eða heilbrigðisstarfsmaður. Á sama tíma og fyrirtæki eyða gríðarlegum fjárhæðum í að markaðssetja sig þá gleyma sum þessari undirstöðu og láta viðskiptavinum líða eins og þeir séu til ama.

    Hér koma því nokkur hagnýt „tips“:

    #1. Svaraðu innan 3ja hringinga

    #2. Talaðu skýrt

    #3. Brostu

    #4. Hafðu upphafskveðjuna á hreinu

    #5. Spurðu: Hvernig get ég aðstoðað?

    #6. Hlustaðu gaumgæfilega og punktaðu hjá þér

    #7. Spurðu hvort þú megir setja viðkomandi á bið

    #8. Reyndu að minnka truflun frá samstarfsfólki á meðan á samtali stendur

    #9. Endaðu samtalið faglega

    #10. Láttu viðskiptavininn slíta samtalinu á undan þér (skella á)

    Röddinn segir mikið

    Eitt mikilvægasta heilræðið sem ég get gefið í þessari þjónustu er að brosa og taka þannig strax glaðlega á móti þeim sem hringir inn. Þó að manneskjan á hinum enda línunnar sjái ekki svipbrigði miðlar tónninn í röddinni miklum upplýsingum.

    Skýrar leiðbeiningar skapa rétta ímynd

    Fyrirtæki ættu að vera með skýrar leiðbeiningar og veita starfsfólki sínu góða þjálfun í símsvörun. Með því verður starfsfólkið öruggara í starfi og um leið ánægðari. Þessi ánægja smitast síðan yfir til viðskiptavina.

    Meðal þess sem símsvörunarleiðbeiningar ná til er hvernig starfsfólk byrjar samtalið. Þegar símanum er svarað er yfirleitt góð regla að byrja á að láta nafn fyrirtækis koma fram til að fullvissa þann sem hringir að hann hafi náð sambandi við réttan stað. Það er líka almenn kurteisi ef gefa þarf símtal áfram að ganga úr skugga um að sá sem taka á við símtalinu svari og kynna honum erindið, sérstaklega ef það er flókið. Einnig ætti að láta þann sem hringir inn vita hvert er verið að senda símtalið og hver mun svara. Það dugar ekki að segja „bíddu bara“ eða „augn….“ og gefa svo símtalið áfram án frekari skýringa.

    Margrét Reynisdóttir
    Margrét Reynisdóttir
    Margrét Reynisdóttir eigandi Gerum betur ehf. er með Msc í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla íslands, MSc í alþjóða markaðsfræði frá Strathclyde University í Glasgow og Bsc í matvælafræði frá Oregon State University. Margrét hlaut styrk í gegnum Fulbright stofnunina til að stunda námið í Bandaríkjunum.

    Fleiri áhugaverðar færslur

    Kennslumyndbönd: Þjónað til borðs

    • 2. nóvember, 2022
    • höfundur Margrét Reynisdóttir
    • Þjónustubloggið
    Ný kennslumyndbönd á ensku og íslensku með lykilþáttum í samskiptum og sölutækni í veitingasal. Litlu atriðin skipta miklu...
    Upplifun viðskiptavinar
    13. júlí, 2022
    Rude in direct translation?
    7. júlí, 2022
    Sóknarfæri í kvörtunum
    4. apríl, 2022

    Gerum betur á Facebook

    Þjónustubloggið

    Kennslumyndbönd: Þjónað til borðs
    02nóv,2022
    Upplifun viðskiptavinar
    13júl,2022
    Rude in direct translation?
    07júl,2022

    Efnisorð

    bandarískir ferðamenn cultural awarness Cultural differences Design service erfiðir viðskiptavinir ferðamenn ferðaþjónustu framúrskarandi þjónusta gæði þjónustu How are icelanders Japanskir túristar Kvartanastjórnun Kvartanir viðskiptavina kínverskir túristar Líkamstjáning menningarfærni menningarheimar menningarlæsi menningarnæmni Meðmælaskor Mælingar á þjónustu Móttaka viðskiptavina Mótun þjónustustefnu NPS rafræn námskeið Samskipti í gegnum tölvupóst Service design starfsmannavelta stjórnendaþjálfun Tímastjórnun túristar frá Asíu vefnámskeið welcoming foreign guests welcoming tourists Árangursrík samskipti Þjónustusamskipti Þjónustustefna ábendingastjórnun ólíkir menningarheimar þjónustugæðanámskeið þjónustugæði þjónustuhönnun þjónustustjórnun þjónustuupplifun þjóðerni og þjónusta

    Fylgist með okkur á Facebook

    Þjónustubloggið

    Kennslumyndbönd: Þjónað til borðs
    02nóv,2022
    Ný kennslumyndbönd á ensku og íslensku með lykilþáttum í samskiptum og sölutækni í veitin
    Upplifun viðskiptavinar
    13júl,2022
    Fas og framkoma einstakra starfsmanna getur gert viðskiptavin himinlifandi en getur einnig virkað
    Rude in direct translation?
    07júl,2022
    Do you find us, Icelanders, rude? Well, we may appear to be when speaking a foreign language – not

    GERUM BETUR

    +354 899 8264 

    gerumbetur@gerumbetur.is

    Boðagranda 12, 107 Reykjavík

    Kt: 671210 1310 / VSK: 131739

    TENGLAR

    • Innskráning notanda
    • >
    • Umsagnir viðskiptavina
    • >
    • Algengar spurningar
    • >
    • Persónuverndarstefna
    • >

    SAMFÉLAGSMIÐLAR

    • Facebook
    • Linkedin
    • Youtube

    Vefur unnin af Hugríki