Gerum betur Gerum betur
  • Forsíða
  • Bækur
  • Námskeið
  • Rafræn námskeið
  • Ráðgjöf
  • Bloggið
  • Um okkur
    • Umsagnir
    • Spurt og svarað
    • Innskráning
  • English
    • Polskie
    • Forsíða
    • Bækur
    • Námskeið
    • Rafræn námskeið
    • Ráðgjöf
    • Bloggið
    • Um okkur
      • Umsagnir
      • Spurt og svarað
      • Innskráning
    • English
      • Polskie
    • Forsíða
    • Þjónustubloggið
    • Skapandi æfingar í þjálfun

    Þjónustubloggið

    28 des

    Skapandi æfingar í þjálfun

    • Höfundur Margrét Reynisdóttir

    Rannsókn Gartner fyrirtækisins sýndi að 70% starfsfólks telur sig vanta meiri færni í starfi. Það þarf ekki að fjölyrða um það að persónuleg færni starfsfólks  verður stöðugt mikilvægari þegar gervigreind, róbótatækni og önnur sjálfvirkni tekur yfir fleiri og fleiri störf. Þörfin fyrir færni á sviði félags- og tilfinningagreindar í Evrópu mun aukast um 32% næsta áratug samkvæmt McKinsey- ráðgjafafyrirtækinu. Rannsókn hjá Hart Research Associates sýndi að 93% vinnuveitenda töldu að færni umsækjanda í gagnrýninni  hugsun, skýrum samskiptum og lausn flókinna mála vegi þyngra en sú háskólagráðu sem viðkomandi hefur lokið.

    Skapandi æ´fingar í þjónustuþjálfun

    Í handbókinni  Skapandi æfingar í þjónustuþjálfun nýttum við Sigrún Jóhannesdóttir hálfrar aldar reynslu okkar við námskeiðahald, kennslu og hönnun á náms- og þjálfunarefni. Æfingarnar í handbókinni eru mikilvægar til að koma ekki bara þekkingu og upplýsingum á framfæri heldur virkja starfsfólk á námskeiðum og efla mikilvæga þætti í persónulegri færni þeirra.  Ef rýnt er í myndina hér að neðan má sjá að æfingarnar þjálfa á einn eða annan hátt 8 af 10  þáttum í persónulegri færni sem spáð að þörf sé á vinnumarkaði (top 10 job skills). Auk þess að þjálfa leiðbeinendur í að nota þessar æfingar markvisst í eigin fyrirtækjum þá má segja að þær séu fastur liður í okkar eigin námskeiðahaldi.

    Heimild: Future of Jobs Report, 202, World Economic Forum

    Æfingarnar í handbókinni eru flokkaðar á eftirfarandi hátt:

    A.  Viðhorfsæfingar (e. attitude, bias)

    Þessar æfingar þjálfa fólk í að þekkja, bregðast við og skilja eigin viðhorf. Hæfni sem þjálfast er m.a.:

    • Sjálfsþekking varðandi eigin fordóma og siðagildi
    • Greina og takast á við siðaklemmur í starfinu
    • Tjáning um starfið og aðstæður
    • Ræða á faglegan hátt með tilvísun í starfsreglur og fyrirtækjamenningu
    • Rökstyðja og finna lausnir

    Mjög mikilvægt er að þátttakendur ræði eigin viðhorf og hvort þau gagnist í starfinu. Úrvinnslan á eftir æfingunni sjálfri er mikilvægur þáttur í þjálfuninni.

    B.   Hlutverkaæfingar (e. role playing)

    Þessar æfingar þjálfa hæfni í að lifa sig inn í aðstæður og sjónarhorn viðskiptavina og samstarfsfólks.

    Hæfni sem þjálfast er m.a.:

    • Greiningar- og tjáningarhæfni um starfið og aðstæður
    • Skilningur á aðstæðum og viðbrögðum viðskiptavina og samstarfsfólks
    • Samkennd sem auðveldar úrlausnir og bætir þjónustuviðmót
    • Sjálfstraust
    • Gagnrýnin og skapandi hugsun
    • Heildarsýn
    • Hópefli

    Mjög mikilvægt er að þátttakendur lifi sig inn í aðstæður þess einstaklings sem verið er að leika. Úrvinnslan á eftir æfingunni sjálfri með umræðum og lýsingum á hvernig leikendur upplifðu aðstæðurnar er mikilvægur þáttur í þjálfuninni.

    C.   Lausnaæfingar og skapandi hugsun (e. problem solving)

    Þessar æfingar þjálfa hæfni í að leysa verkefni í hópi og ljúka þeim á farsælan hátt innan ákveðins tímaramma. Hæfni sem þjálfast er m.a.:

    • Skapandi hugsun við lausn verkefna, jafnvel að hugsa út fyrir boxið
    • Samvinna
    • Samskipti
    • Samkennd
    • Samhæfing
    • Tjáning
    • Leiðtogahæfni
    • Frumkvæði
    • Skipulag
    Margrét Reynisdóttir
    Margrét Reynisdóttir
    Margrét Reynisdóttir eigandi Gerum betur ehf. er með Msc í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla íslands, MSc í alþjóða markaðsfræði frá Strathclyde University í Glasgow og Bsc í matvælafræði frá Oregon State University. Margrét hlaut styrk í gegnum Fulbright stofnunina til að stunda námið í Bandaríkjunum.

    Fleiri áhugaverðar færslur

    Kennslumyndbönd: Þjónað til borðs

    • 2. nóvember, 2022
    • höfundur Margrét Reynisdóttir
    • Þjónustubloggið
    Ný kennslumyndbönd á ensku og íslensku með lykilþáttum í samskiptum og sölutækni í veitingasal. Litlu atriðin skipta miklu...
    Upplifun viðskiptavinar
    13. júlí, 2022
    Rude in direct translation?
    7. júlí, 2022
    Sóknarfæri í kvörtunum
    4. apríl, 2022

    Gerum betur á Facebook

    Þjónustubloggið

    Kennslumyndbönd: Þjónað til borðs
    02nóv,2022
    Upplifun viðskiptavinar
    13júl,2022
    Rude in direct translation?
    07júl,2022

    Efnisorð

    bandarískir ferðamenn cultural awarness Cultural differences Design service erfiðir viðskiptavinir ferðamenn ferðaþjónustu framúrskarandi þjónusta gæði þjónustu How are icelanders Japanskir túristar Kvartanastjórnun Kvartanir viðskiptavina kínverskir túristar Líkamstjáning menningarfærni menningarheimar menningarlæsi menningarnæmni Meðmælaskor Mælingar á þjónustu Móttaka viðskiptavina Mótun þjónustustefnu NPS rafræn námskeið Samskipti í gegnum tölvupóst Service design starfsmannavelta stjórnendaþjálfun Tímastjórnun túristar frá Asíu vefnámskeið welcoming foreign guests welcoming tourists Árangursrík samskipti Þjónustusamskipti Þjónustustefna ábendingastjórnun ólíkir menningarheimar þjónustugæðanámskeið þjónustugæði þjónustuhönnun þjónustustjórnun þjónustuupplifun þjóðerni og þjónusta

    Fylgist með okkur á Facebook

    Þjónustubloggið

    Kennslumyndbönd: Þjónað til borðs
    02nóv,2022
    Ný kennslumyndbönd á ensku og íslensku með lykilþáttum í samskiptum og sölutækni í veitin
    Upplifun viðskiptavinar
    13júl,2022
    Fas og framkoma einstakra starfsmanna getur gert viðskiptavin himinlifandi en getur einnig virkað
    Rude in direct translation?
    07júl,2022
    Do you find us, Icelanders, rude? Well, we may appear to be when speaking a foreign language – not

    GERUM BETUR

    +354 899 8264 

    gerumbetur@gerumbetur.is

    Boðagranda 12, 107 Reykjavík

    Kt: 671210 1310 / VSK: 131739

    TENGLAR

    • Innskráning notanda
    • >
    • Umsagnir viðskiptavina
    • >
    • Algengar spurningar
    • >
    • Persónuverndarstefna
    • >

    SAMFÉLAGSMIÐLAR

    • Facebook
    • Linkedin
    • Youtube

    Vefur unnin af Hugríki