Menningarlæsi

36.190kr.

Höfundur: Margrét Reynisdóttir

Viltu verða sterkari í menningarlæsi?

+

Á námskeiðinu Menningarlæsi er byrjað á að skoða ýmsa siði sem við Íslendingar erum vön en öðrum geta þótt athyglisverð. Næst fjöllum við um einföld trix í líkamstjáningu sem virka í menningarlæsi! Að lokum beinum við sjónum að hvað getur einkennt menningu og siði ýmissa þjóða allt frá Vesturlöndum til Suðaustur Asíu. Námskeiðið byggir á hundruð viðtala sl. 20 ár við starfsfólk í ferðaþjónustu, Íslendinga sem hafa alist upp erlendis o.fl.

Innifalið: Rafbókin Þjónusta og þjóðerni – góð ráð í samskiptum við erlenda gesti og viðurkenningarskjal

Markmið

  • Efla menningarlæsi.
  • Skilja betur eigin menningu og siði.
  • Auka viðsýni og skapandi lausnir
  • Styrkja liðsheildina, öryggi í samskiptum og fagmennsku.

 

Námskeiðið inniheldur:

Rafrænt námskeið með fróðleiksmolum, leiknum íslenskum vídeóum, krossaspurningum og verkefnum. Lengd: ca. 1-2 klst.

Rafbókin Þjónusta og þjóðerni – Góð ráð í samskiptum við erlenda gesti. Lestur rafbókar u.þ.b einn dagur  (lesa fyrir námskeið eða lesa  síðar og  nota til upprifunar).

Viðurkenningarskjal þegar lýkur námskeiði.

Námskeiðið er opið í 3 vikur – opið 24/7 og því hægt að taka  á þeim tíma sem hentar .

Námskeiðið er einnig hægt að fá í hús til ykkar. Námskeiðið er opið í 3 vikur.