Menningarlæsi

26.900kr.

Höfundur: Margrét Reynisdóttir

Viltu vita meira um ólíka menningu Íslendinga og annarra þjóða?

+

Á námskeiðinu Menningarlæsi er byrjað á að skoða ýmsa siði sem við Íslendingar erum vön en öðrum geta þótt athyglisverð. Næst fjöllum við um einföld trix í líkamstjáningu sem virka í menningarlæsi! Að lokum beinum við sjónum að hvað getur einkennt menningu og siði ýmissa þjóða allt frá Vesturlöndum til Suðaustur Asíu. Námskeiðið byggir á hundruð viðtala sl. 15 ár við starfsfólk í ferðaþjónustu, Íslendinga sem hafa alist upp erlendis o.fl.

Innifalið: Rafbókin Þjónusta og þjóðerni – góð ráð í samskiptum við erlenda gesti og viðurkenningarskjal

Markmið

  • Efla menningarlæsi.
  • Skilja betur eigin menningu og siði.
  • Auka viðsýni og skapandi lausnir
  • Styrkja liðsheildina, öryggi í samskiptum og fagmennsku.

 

Námskeiðið inniheldur:

Rafrænt námskeið með fróðleiksmolum, leiknum íslenskum vídeóum, krossaspurningum og verkefnum. Lengd: ca. 1-2 klst.

Rafbókin Þjónusta og þjóðerni – Góð ráð í samskiptum við erlenda gesti. Lestur rafbókar u.þ.b einn dagur  (lesa fyrir námskeið,  einng má lesa  síðar og  nota til upprifunar).

Viðurkenningarskjal þegar lúkur námskeiði.

Heildarlengd ca. 10 klst. og má gera i nokkrum áföngum. Námskeiðið er opið í 3 vikur og má taka allt í einu eða í áföngum á þeim tíma sem þér hentar.

Námskeiðið er einnig hægt að fá í hús til ykkar. Námskeiðið er opið í 3 vikur.