Fjallað er um lykilþætti í þjónustu og móttöku gesta. Rætt er um atriði í menningu Íslendinga sem gætu haft neikvæð áhrif á upplifun gesta. Líflegar umræður um ýmis hagnýt ráð til að skapa jákvæða móttöku og þjónustuupplifun ferðamanna frá 17 þjóðlöndum. Einnig er rýnt er í rannsóknir um sérkenni þjóða og tekin dæmi úr nýju bókinni Cultural Impact on Service Quality – Hospitality Tips for Effective Communication with Tourists. Fyrirlestrar eru stuttir, áhersla er lögð á gagnvirkar umræður, sýnd myndbönd um þjónustusamskipti og fjölbreyttar skapandi aðferðir til að virkja þátttakendur.
Markmið
- Efla skilning á margbreytileika og menningu erlendra gesta.
- Skilja betur eigin menningu og siði.
- Skilja að lítil atriði í samskiptum geta vegið þungt í ánægju gesta.
- Styrkja liðsheildina, öryggi í samskiptum og fagmennsku.
Námskeiðið getur verið bæði á ensku og íslensku.
Panta námskeið eða fá nánari upplýsingar: gerumbetur@gerumbetur.is eða 8998264
8 rules to welcome foreign guests in Iceland