- Home
- Testimonials
- Námskeiðið sló alveg í gegn!
Umsagnir
Í frístundastarfi á Seltjarnarnesi starfa rúmlega 20 manns, flestir í hlutastarfi. Þriðjungur hópsins starfar sem stuðningur við grunnskólann fyrir hádegi og í frístund eftir hádegi. Aðrir starfsmenn eru flestir námsmenn og starfa í hlutastarfi með námi. Starfsmannavelta er lítil og andinn almennt góður. Undanfarna mánuði hefur starfsemi frístundar verið hólfaskipt vegna covid. Starfsmannahópurinn hefur því ekki haft tök á að hittast jafn mikið og fyrri ár. Til að efla liðsandann og þétta hópinn í þessum sérkennilegu aðstæðum fengum við ,,Gerum betur“ til að halda fyrirlestur um framkomu við viðskiptavini og hvert annað. Það er skemmst frá því að segja að námskeiðið sló alveg í gegn. Einn hafði meira að segja á orði ,,þetta er besta námskeið sem við höfum farið á“. Á námskeiðinu var mikil áhersla lögð á áhrif líkamstjáningu okkar á annað fólk og orðanotkun í samskiptum. Þegar þessi orð eru skrifuð eru liðnir tveir mánuðir frá því námskeiðið var haldið og varla líður sú vika að ekki sé vitnað í námskeiðið og hvað starfsmenn lærðu af því. Ég mæli heils hugar með námskeiði hjá Gerum betur fyrir fyrirtæki og stofnanir sem vilja gera enn betur. Hólmfríður Petersen, forstöðumaður frístundastarfs.