- Forsíða
- Umsagnir viðskiptavina
- Menningarlæsi og þjónuupplifun – skemmtilegt, lifandi og áhugavert
Umsagnir
Menningarlæsi og þjónuupplifun – skemmtilegt, lifandi og áhugavert
Við hjá Fríhöfninni höfum verið í frábæru samstarfi við Margréti, sem hefur annast bæði nýliðakennslu ásamt lotur í Fríhafnarskólanum. Þar hefur reynsla hennar og þekking reynst okkur afar vel, svo vel raunar að við höfum einnig nýtt okkur ráðgjöf frá henni við gerð þjónustustefnu Fríhafnarinnar.
Það er ávallt okkar markmið að veita viðskiptavinum fyrsta flokks þjónustu. Það ríkir mikil ánægja hjá starfsfólki okkar sem situr námskeiðin hjá Margréti, sem fer yfir þætti á borð við menningarlæsi og þjónustuupplifun almennt. Þessu gerir Margrét góð skil í lifandi samtali með nemendum sínum sem lýsa kennslunni sem skemmtilegri, lifandi og áhugaverðri. Arnþór Gíslason, Rekstrarstjóri verslunarsviðs