Gerum betur ráðgjöf

Ýmis fyrirtæki hafa kosið að fá ráðgjöf fyrir eða eftir námskeið okkar. Eitt af fyrstu verkefnum okkar fyrir tæpum tveimur áratugum var að leiða þverfaglega mótun þjónustustefnu Reykjavíkurborgar. Síðan höfum við leitt vinnu við stofnun þjónustuvera hjá bæði bæjarfélögum og fyrirtækjum, mótað gildi, þjónustumarkmið og -staðla, nýliðaþjálfun, ferla og verklýsingar, gátlista fyrir hulduheimsóknir, starfsmannahandbækur, kennt skapandi lausnanálgun, greint fræðsluþarfir og haldið utan um fræðsluinnleiðingu o.fl.

Samstarf

Við erum samstarfaðili Hæfniseturs ferðaþjónustunnar í að auka hæfni og fagmennsku starfsfólks í ferðaþjónustu. Sjá má pistil um ávinninginn af samstarfinu HÉR. Við höfum líka góða reynslu í að veita ráðgjöf við innleiðinu á gæðakerfi Vakans. Við erum í samstarfi við fræðslusjóði stéttarfélaga í verkefni sem ber heitið Fræðslustjóri að láni til að efla hæfni starfsfólks, fyrirtækjamenningu og starfsanda. Fræðslusjóðir stéttarfélaganna greiða að fullu fyrir þetta verkefni sem felur í sér að greina með starfsfólkinu þarfir og óskir þeirra varðandi fræðslu- og þjálfun. Þegar starfsfólk sest niður með okkur og skapar eigin fræðslu- og þjálfunaráætlun þá birtast oft aukreitis ýmis gullkorn sem bæta rekstur og samskipti innan fyrirtækisins.

Ráðgjöf – Hótel Klettur

„Svona batterí eins og hótel er með rosalega marga þætti og það fyrsta sem hugsað er um hvað varðar þjálfun þá er talað um að þjálfa starfsfólkið sem er beint fyrir framan gesti. Það er bara einn smár partur af öllu þessu skrímsli. Þannig að öll þessi þjálfun sem við gefum öllum býr til þessa heild. Þú þarft að hafa alla með í þessu, ekki bara þá sem gestirnir eru að sjá. Þetta er eitthvað sem er algjört grundvallaratriði til þess að þetta virki og við erum að sjá þennan árangur með því að koma öllum í rétta þjálfun.“

Ráðgjöf – Inside the volcano

„Við fengum Gerum betur til að horfa á þjálfunarprógrammið okkar í heild. Við endurskoðuðum það og gerðum heilmiklar og mjög góðar breytingar á því.“

„Við endurskoðun á áætluninni þá hjálpaði Gerum betur við að svona opna augu okkar fyrir því að það er hægt að gera ýmsa hluti í fræðslu með öðrum hætti. Við sáum bara strax mun hvað bæði starfsfólkið og aðrir urðu miklu áhugasamari með að taka þátt og vera með á námskeiðunum.“