Námskeiðið byggir á hagnýtum ráðum og aðferðum til að auka menningarlæsi og stuðla að jákvæðum samskiptum. Menningarnæmni snýst um að þekkja, virða og kunna þær samskiptareglur og -hegðun sem gilda annars staðar. Hér er ekki verið að tala um persónuleika einstaklinga heldur menningu þjóða. Á námskeiðinu er því byrjað á sjálfskoðun því fyrsta skrefið í menningarlæsi er að átta sig á eigin samskiptavenjum svo sem hvernig við tölum, hugsum og birtumst öðrum þjóðum. Ýmislegt sem okkur þykir eðlilegt geta aðrir upplifað á annan hátt. Sem dæmi um menningarmun má til dæmis nefna að í sumum menningarsvæðum er eðlilegt að tala hátt og jafnvel tala með höndunum eða höfðinu á meðan aðrir virða hógværð og að láta lítið fyrir sér fara. Sumir menningarheimar eru með hrein og bein samskipti á meðan í öðrum er talað undir rós og gert ráð fyrir að lesið sé á milli línanna svo sem út frá aðstæðum. Þá getur stéttskiptin vera eðlileg á ákveðnum menningarsvæðum og sum setja hópinn í fyrsta sæti en önnur ekki. Einnig getur allt verið njörvað niður í skipulagi og tímasetningum í sumum menningarheimum á meðan tíminn er afstæður í öðrum.
Á námskeiðinu eru fjölmörg dæmi tekin úr bókaskrifum Margrétar og reynslubanka. Fyrirlestrar eru stuttir, áhersla er lögð á gagnvirkar umræður, sýnd myndbönd og fjölbreyttar skapandi aðferðir til að virkja þátttakendur.
Markmið
- Auka menningarnæmni: Skilja mismunandi menningarheima og hvernig þeir hafa áhrif á samskipti.
- Bæta samskipti og umburðarlyndi: Læra hagnýtar aðferðir til að eiga árangursrík samskipti við fólk frá ólíkum menningarheimum.
- Efla virðingu og skilning: Stuðla að auknum skilningi og virðingu á menningarmun.
- Lausn á ágreiningi: Efla færni til að leysa ágreining sem getur komið upp vegna menningarmunar.
- Skapa jákvætt andrúmsloft: Fagna fjölbreytileika og stuðla að jákvæðum samskiptum og starfsánægju.
Námskeiðið getur verið bæði á ensku og íslensku.
Panta námskeið eða fá nánari upplýsingar: gerumbetur@gerumbetur.is eða 8998264
8 rules to welcome foreign guests in Iceland