Menningarlæsi, menningarnæmni og samskiptafærni
Lykillinn að framúrskarandi þjónustu og samskiptum í fjölmenningarlegu umhverfi!
Um námskeiðið
Námskeiðið Menningarlæsi og þjónustusamskipti er hannað fyrir þá sem vilja auka skilning sinn á fjölmenningarlegum samskiptum og bæta samskiptafærni í fjölbreyttu umhverfi. Markmiðið er að hjálpa þátttakendum að forðast menningartengda árekstra, efla fagmennsku og skapa jákvæðari upplifun fyrir viðskiptavini og samstarfsfólk.
Þetta námskeið er hluti af breiðu úrvali fræðsluefnis frá Gerum betur sem leggur áherslu á fagmennsku og framúrskarandi þjónustu.
Markmið námskeiðsins
- Efla menningarlæsi, menningarvitund og menningarnæmni til að bæta samskiptahæfni.
- Forðast menningartengda árekstra og skapa jákvæða upplifun viðskiptavina og samstarfsfólks.
- Þróa hagnýta færni í fjölmenningarlegum samskiptum og efla fagmennsku í þjónustu.
Lykilatriði námskeiðsins
- Bók fylgir: Þátttakendur fá bókina „Do’s & Don’ts When Welcoming Foreign Guests„. Bókin er hafsjór af hagnýtum ráðum og rauverulegum dæmum sem sýna hvernig menningarmunur getur haft áhrif á samskipti og hvernig má forðast árekstra. Bókin er ekki einungis frábær viðbót við námskeiðið, heldur einnig gagnlegt verkfæri sem þú getur ávallt leitað í, bæði í starfi og daglegum samskiptum.
- Kennsluaðferðir: Lifandi fyrirlestrar, raunveruleg dæmi, æfingar og hópaverkefni.
- Sveigjanlegt nám: Hægt er að velja á milli staðnámskeiðs og rafræns námskeiðs sem er aðgengilegt 24/7.
Fyrir hverja er námskeiðið?
- Starfsfólk í ferðaþjónustu, verslun og veitingageiranum, sem eru í daglegum samskiptum við fjölbreyttan hóp viðskiptavina.
- Stjórnendur sem vilja styrkja menningarnæmni í sínu teymi og efla liðsheild.
- Allir sem vilja bæta eigin samskiptahæfni og auka færni í fjölmenningarlegu umhverfi.
Kennsluaðferðir
- Lifandi fyrirlestrar með dæmisögum úr raunveruleikanum.
- Verklegar æfingar sem efla menningarnæmni og samskiptafærni.
- Myndbönd og dæmisögur sem sýna menningartengdar áskoranir og lausnir.
- Opin umræða og hópaverkefni til að yfirfæra þekkingu á eigin vinnustað.
Sveigjanlegt nám – á þínum forsendum!
- Staðnámskeið: 3–4 klst., haldið á vinnustaðnum eða eftir samkomulagi. Fjölbreytt önnur námskeið um þjónustugæði og samskiptafærni, bækur og þjálfunarefni svo sem Framúrskarandi þjónusta og samskipti, og Tækni til að takast á við erfiða viðskiptavini.
- Rafrænt námskeið: 2 klst., aðgengilegt hvar og hvenær sem er.
Praktískar upplýsingar
- Verð:
- Staðnámskeið: 25.957 kr. (bókin „Do’s & Don’ts When Welcoming Foreign Guests“ innifalin).
- Vefnámskeið: 37.191 kr. (ef bókin „Do’s & Don’ts When Welcoming Foreign Guests“ innifalin)
- Styrkir: Flest stéttarfélög bjóða endurgreiðslu allt að 90% af kostnaði – óháð starfsmanni (sjá nánar á t.d. www.attin.is).
Umsagnir frá þátttakendum
- „Þetta námskeið opnaði augu mín fyrir því hvernig menningarmunur hefur áhrif á samskipti. Frábært efni!“
„Mjög fræðandi og áhugavert. Ég nota punkta úr námskeiðinu í mínu daglega starfi!“ - „Námskeiðið var skemmtilega sett upp og gaman að horfa á myndböndin og lesa efni sem fylgdi með. Ég lærði margt nýtt, sérstaklega varðandi mismunandi menningarheima og mikilvægi þess að vera meðvitaður um hvað við getum verið misjöfn og að taka til sín nokkur atriði geta leitt til betri samskipta.“
- „Takk kærlega fyrir áhugaverðan fyrirlestur um menningarlæsi. Mjög lifandi og skemmtilegt námskeið“
Tengd blogg til að dýpka þekkinguna
- Menningarnæmni: Lykillinn að árangri í íslenskri ferðaþjónustu og verslun.
- Fjölmenning og upplifun.
- Virka Íslendingar óheflaðir í augum annarra?
Bókaðu námskeið núna
📧 Netfang: gerumbetur@gerumbetur.is
📞 Sími: 899 8264
🌐 Vefsíða: gerumbetur.is
Aukin menningarnæmni – betri þjónusta – ánægðari gestir!