Flestir hafa upplifað að takast á við erfiða viðskiptavini sem geta lagst á starfsfólk eins og vörubílahlass af leiðindum og fúkyrðum. Á þessu námskeiði fjöllum við því um mikilvæga þætti til að afvopna erfiða viðskiptavini og bæta samskiptin, svo þú getur mætt þessum áskorunum af meiri yfirvegun og fagmennsku.
Markmið:
- Skilja betur hvernig best er að bregðast við erfiðum viðskiptavinum.
- Vera meðvitaður um eigin líðan og hvernig hún hefur áhrif á samskiptin.
- Taka ekki inn á sig reiði annarra, heldur halda ró sinni.
- Efla öryggi í samskiptum, bæta fagmennsku og styrkja liðsheildina.
Innifalið í námskeiðinu:
- Rafrænt námskeið með fróðleiksmolum, líflegum leiknum íslenskum vídeóum (meðal annars með Erni Árnasyni, leikara), viðtölum við sérfræðinga, krossaspurningum og verkefnum (Lengd: ca. 1-2 klst.). Námskeiðið er aðgengilegt allan sólarhringinn (self-paced).
- Rafbókin „Að fást við erfiða viðskiptavini“ sem þú getur lesið fyrir rafræna hlusta námskeiðsins eða nýtt til upprifjunar (Lengd: ca. 8 klst.).
- Gátlisti til að meta eigin viðbrögð í samskiptum við erfiða viðskiptavini (Lengd: ca. 30 mín.)
- Viðurkenningarskjal að námskeiði loknu.
Bók eftir Margréti fylgir námskeiðinu
Allir þátttakendur fá bókina Að fást við erfiða viðskiptavini – Fagmennska í fyrirrúmi, skrifuð af Margréti Reynisdóttur og er eina íslenska bókin um efnið. Í bókinni eru 17 hagnýt samskiptaráð og fjölmörg dæmi sem hjálpa starfsfólki að takast á við erfiða viðskiptavini af yfirvegun og fagmennsku. Seinni hluti bókarinnar leggur áherslu á að nýta kvartanir til sem hluta af umbótaferli til að bæta vörur og þjónustu.
Fyrir hverja er námskeiðið?
Námskeiðið er sérstaklega sniðið fyrir framlínustarfsfólk og stjórnendur sem taka á móti viðskiptavinum og sinna kvörtunum og gæðamálum. Námskeiðið færir þeim hagnýt verkfæri til að takast á við áskoranir í samskiptum við viðskiptavini.
Í boð á íslensku og ensku
Námskeiðið er í boði á íslensku og ensku, sem gerir það aðgengilegt fyrir breiðari hóp þátttakenda.
Pantanir og nánari upplýsingar:
Gerðu betur í samskiptum við viðskiptavini – pantaðu námskeiðið eða fáðu frekari upplýsingar: 📧 gerumbetur@gerumbetur.is
📱 8998264
Veldu á milli staðarnámskeiðs eða fjarnámskeiðs – eða sameinaðu bæði til að öðlast dýpri færni og fagmennsku í samskiptum við erfiða viðskiptavini, með leiðsögn Margrétar Reynisdóttur.
Umsagnir:
Almennt
- „Þessir pínulitlu molar sem koma í gegnum spurningarnar gáfu mér svo mikið! Námskeiðið virkilega ýtir við manni og hafa allir gott af því.“ – Stefanía Hauksdóttir
- „Við höfum sannarlega notið góðs af þessu námskeiði.“ – Hrefna Sif Ármannsdóttir, forstöðumaður þjónustuborðs
- „Mjög fræðandi og hnitmiðað námskeið!“ – Berglind S. Jónsdóttir
- „Mjög áhugavert námskeið og vakti mann til sjálfskoðunar.“ – Jóhanna Þorleifsdóttir
Hagnýtir kostir námskeiðsins
- „Fer í alla sálfræðilegu þættina sem nýtast!“ – Jón Eiður Jónsson
- „Mjög ánægð með námskeiðið – bæði gagnlegt og skemmtilegt. Mjög hjálplegt að hafa bókina til að rifja upp lykilþætti.“ – Auður Gunnarsdóttir
- „Fullt af góðum dæmum og upplýsingum í bókinni sem fylgir námskeiðinu sem nýtast mér í starfi og einnig í einkalífi. Takk fyrir mig.“ – Sylwia Lawreszuk, þjónustufulltrúi/innheimtudeild, Sýslumaðurinn á Suðurnesjum
Tæknilegur sveigjanleiki og aðgengi
- „Mér fannst námskeiðið mjög gagnlegt og skemmtilegt. Eins var gott að vinna þau rafrænt og fá að velja þann tíma sem hentar.“ – Kolbrún Sigmundsdóttir
- „Það er ekki daglegur viðburður að taka á móti erfiðum viðskiptavinum því þarf maður að rifja upp tæknina reglulega. Rafrænu bækurnar sem fylgja námskeiðunum eru mjög góðar.“ – Hafdís Sigurðardóttir
Persónuleg tenging og ávinningur
- „Þetta var ánægjulegt námskeið og rifjaði upp fyrir mér ýmislegt.“ – Agnes Einarsdóttir
- „Virkilega gott og skýrt námskeið hjá Gerum betur. Ég lærði helling. Fannst frábært hvernig námskeiðið er sett upp með því að leyfa okkur að upplifa og skynja hvernig góð gestrisni er veitt og hvaða hlutir þurfa að vera á hreinu til þess að geta tekist rétt á málum sem koma upp. Takk fyrir mig.“ – Erla Sverrisdóttir
Fjöldi styrkja er í boði fyrir vinnustaði og einstaklinga vegna náms hjá Gerum betur. Sjá upplýsingar t.d. á www.attin.is