Erfiðir viðskiptavinir

4.590kr.

Höfundur: Margrét Reynisdóttir

Viltu læra 17 þaulreynd trix til að tækla erfiða viðskiptavini?

+
SKU: N/A

Í bókinni Að fást við erfiða viðskiptavini – Fagmennska í fyrirrúmi eru 17 þaulreynd samskiptaráð á mannamáli til að afvopna erfiða viðskiptavini. Erfiðir viðskiptavinir geta birst allstaðar t.d. í verslun, hjá læknum, lögmönnum og í opinberri þjónustu. Til skýringa eru í bókinni fjölmörg raunveruleg dæmi til að þjálfa starfsfólk í betri samskiptahæfni. Hvort sem það er vegna óánægju með vöru eða þjónustu, misskilnings eða annarra ástæðna þá getur það verið áskorun að halda ró sinni og leysa málin á uppbyggilegan hátt þegar viðskiptavinur kvartar. Það má ekki gleymast að viðskiptavinir sem kvarta og eru óánægðir gefa okkur tækifæri til að gera þá ánægða á ný og jafnvel möguleika á að fara fram úr væntingum þeirra. Seinni hluti bókarinnar er þess vegna helgaður því að nota umkvörtunarefni og ábendingar viðskiptavina til framfara.  Líta má nefnilega á kvartanir sem ókeypis ráðgjöf um hvernig má bæta vörur og þjónustu.

Fléttið í gegnum sýnishorn:

Veljið X táknið næst lengst til hægri til að birta yfir allan skjáinn og þysjið með músinni.

ISBN: 978-9935-9459-3-8 Rafbók
©  2017