- Forsíða
- Umsagnir viðskiptavina
- Árangursrík samskipti og sala í veitingasal
Umsagnir
Virkilega flott og vandað kennslumyndband. Sé mikil tækifæri í því við þjálfun og kennslu okkar starfsfólks. Myndbandið er afar faglega unnið og snertir bókstaflega á öllum þeim þáttum sem hafa þarf í huga eigi að veita framúrskarandi þjónustu. Vel þjálfað starfsfólk tryggir ánægju í starfi, minni starfsmannaveltu og síðast en ekki síst ánægða viðskiptavini. Ingibjörg Bergmann, veitingastjóri Múlaberg BITSRO & BAR
Kemur vel út, þarna eruð þið að taka á svo mörgum þáttum sem koma upp við framreiðslu til gesta & samskipti. Heilt yfir skýrt og spot on á ákveðna þætti. Vel gert! Hallgrímur Sæmundsson, kennari í framleiðslu MK.
Skemmtilegt, fjölbreytt kennslumyndband og þarft í bransanum. Eykur sjálfstraust starfsfólksins okkar gagnvart gestunum. Fá þarna beint í æð hvernig á að bera sig að í starfinu. Viktor Már Kristjánsson, Ráðagerði veitingahús.
Hægt er að kaupa kennslumyndböndin til að þjálfa árangursrík samskipti og sölutækni í veitingasal og nota samhliða verklegri þjálfun (bara senda línu á gerumbetur@gerumbetur.is). Fræðslusjóðir stéttafélaga styrkja þar fyrirtæki um allt að 90% – sjá nánar. www.attin.is