Samræmd Þjónusta og Væntingastjórnun: Námskeið til að Stjórna Væntingum Viðskiptavina
Á námskeiðinu Samræmd þjónusta og væntingastjórnun verður fjallað um hvernig samræmd þjónusta og árangursrík samskipti eru lykillinn að því að stýra væntingum bæði viðskiptavina og samstarfsfólks. Námskeiðið inniheldur stuttan og hnitmiðaðan fyrirlestur, sem fer í gegnum lykilþætti þjónustu og samskipta, ásamt gagnvirkum umræðum, myndböndum um þjónustusamskipti og skapandi aðferðum til að virkja þátttakendur.
Markmið námskeiðsins:
- Auka samhæfingu og samvinnu innan teymis og fyrirtækis.
- Skilja hvernig samræmd þjónusta eykur ánægju viðskiptavina og tryggir betri þjónustu.
- Meta hvaða þætti þjónustunnar þarf að samræma til að bæta þjónustu og samskipti.
- Styrkja liðsheildina, fagmennsku og öryggi í samskiptum, sem leiðir til betri þjónustu og meiri ánægju bæði hjá viðskiptavinum og starfsfólki.
Umsagnir frá þátttakendum: „Skemmtilegt, áhugavert og skapaði gagnlegar umræður hjá okkur. Fór langt fram úr væntingum.“ – Starfsfólk Atlantsolíu.
Panta námskeið eða fá nánari upplýsingar: Ef þú vilt bæta þjónustu og samskipti innan fyrirtækisins, pantaðu námskeiðið eða fáðu frekari upplýsingar með því að senda tölvupóst á gerumbetur@gerumbetur.is eða hringja í 8998264.
Hótel Klettur segir hér frá reynslu sinni af þjálfun frá Gerum betur