Topp símaþjónusta

5.990kr.

Höfundur: Margrét Reynisdóttir

Viltu veita topp þjónustu í síma og stýra samtölum við erfiða viðskiptavini?

+

Bókin Topp símaþjónusta inniheldur 20 hagnýt ráð um hvernig á að veita framúrskarandi þjónustu í síma og stjórna samtölum við erfiða einstaklinga. Fjölmörg raundæmi eru í bókinni sem sýna hvað má bæta og hvað vel er gert. Starfsfólk í flestum atvinnugreinum og störfum veitir þjónustu í gegnum síma og því er markhópurinn stór. Starfsfólk þarf oft einnig að svara á ensku og eru því tekin nokkur slík dæmi í bókinni.

ISBN 978-9935-9459-1-4 rafbók

©  2021

 

Ummæli:

• Þrátt fyrir tæknina eru samskipti í síma eftir sem áður þýðingarmikill grundvöllur góðra viðskipta.
Ólafur Laufdal, eigandi Hótel Grímsborga
• Síminn er mikilvægur snertipunktur í viðskiptum allra fyrirtækja. Þrátt fyrir aukningu í stafrænum samskiptum, svo sem með tölvupóstum, netspjalli eða á samfélagsmiðlum, er síminn ekki að fara neitt í bráð. Það er því mjög mikilvægt að fyrirtæki hugi að því hvernig þjónusta er veitt í gegnum síma. Það viðmót og framkoma sem mætir viðskiptavini í símanum getur haft mikil áhrif á upplifun viðkomandi og ýmist aukið viðskiptatryggð eða eyðilagt.
Þóranna K. Jónsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri, Samtök verslunar og þjónustu – SVÞ