Skapa starfsmannahandbók

Höfundur: Margrét Reynisdóttir

Viltu starfsmannahandbók sem eykur ánægju starfsfólks og þjónustugæði?

Tag:

Fjallað er um hvaða efnisþættir eru almennt grunnur að starfsmannahandbók og leiðarvísir að innra skipulagi. Þátttakendur geta komið með það efni sem er tiltækt og gæti nýst í handbókina svo sem stefnu og hlutverk fyrirtækis, siðareglur,  þjónustu, samskipti, verklag, réttindi og skyldur, vinnuvernd o.fl. Fyrirlestrar eru stuttir, áhersla er lögð á gagnvirkar umræður, sýnd myndbönd um þjónustusamskipti og fjölbreyttar skapandi aðferðir til að virkja þátttakendur.

Markmið:

  • Skapa fyrstu drög að eigin starfsmannahandbók.
  • Skapa jákvæð tengsl við vinnustaðinn strax í upphafi.
  • Stytta tímann sem samstarfsfólk og stjórnendur þurfa að verja til að upplýsa nýjan starfsmann um starfið.
  • Minnka starfsmannaveltu.

 

Hótel Klettur segir hér frá reynslu sinni af þjálfun frá Gerum betur