NÝTT – Hrós er sólskin í orðum

29.590kr.

Höfundur: Margrét Reynisdóttir

Viltu fá meira sólskin og jákvæðni inn á vinnustaðinn?

+

Námskeiðið Hrós er sólskin færir meira sólskin, jákvæðni og birtu inn á vinnustaðinn því hrós er einfaldlega uppbyggilegt. Það er í mannlegu eðli að finnast gott að vera hrósað og finna að aðrir kunna að meta okkur. Hrós fær flesta til að brosa, getur breytt skapi okkar á augabragði, slæmum degi í góðan og „dimmu í dagsljós.“ Sumir ylja sér lengi við minninguna um gott hrós, jafnvel árum saman. Flestir kunna auk þess vel að meta þá sem hrósa.

Markmið:

  • Skapa jákvætt viðhorf.
  • Auka ánægju í starfi.
  • Skilja hvernig markvisst hrós eflir aðra.
  • Efla liðsheildina, fagmennsku og öryggi í samskiptum.

nnifalið:

Rafrænt námskeið með fróðleiksmolum, vangaveltum og verkefnum.

Gátlisti til að meta sig fyrir og eftir námskeið. Lengd: ca 1 klst.

Viðurkenningarskjal að námskeiði loknu.

Lengd: ca. 3 klst.. Námskeiðið er opið í 3 vikur.

Pantið námskeiðið með því að senda upplýsingar um nafn og kt. á gerumbetur@gerumbetur.is eða s. 8998264.

Ýmis stéttarfélög styrkja námskeiðið um allt að 80-90% af kostnaði. Upplýsingar t.d. á  www.attin.is

Námskeiðið er einnig hægt að halda hjá fyrirtæki.