Lærðu að nýta mátt hróssins til að skapa jákvæða menningu, bæta samskipti og efla liðsheild!
Af hverju velja þetta námskeið? – Rannsóknir sýna mikilvægi hróss í starfi
Hrós er ekki bara kurteisi – það er öflugt tæki til að efla starfsánægju, samskipti og árangur á vinnustað sem fræðilegar rannsókna styðja:
- Gallup rannsókn (2019): Aðeins 33% starfsmanna sem er sjaldan hrósað upplifa að þau séu raunverulega skuldbundin sínu starfi, en hækkar í 69% hjá starfsfólki sem er hrósað reglulega.
- Barbara Fredrickson (Broaden-and-Build Theory): Jákvæðar tilfinningar, eins og hrós framkallar, auka möguleika á lausnamiðaðri hugsunar og styrkja félagsleg tengsl.
- Jákvæð sálfræði (Martin Seligman): Hrós stuðlar að vellíðan og jákvæðni á vinnustað.
- Psychological Safety (Amy Edmondson): Jákvæð samskipti, eins og hrós, skapa umhverfi þar sem starfsfólk treystir sér til að tjá sig og læra.
Þetta námskeið byggir meðal annars á þessum rannsóknum og veitir þér verkfæri til að nýta mátt hróssins í daglegu starfi.
Hvað lærir þú?
- Hvernig á að nýta hrós til að bæta andrúmsloftið á vinnustað.
- Þróa færni til að hrósa á uppbyggilegan, einlægan og áhrifaríkan hátt.
- Skilja hvernig markvisst hrós getur haft jákvæð áhrif á einstaklinga og hópa.
- Efla liðsheild, fagmennsku og traust í samskiptum.
Hvað gerir námskeiðið einstakt?
- Byggt á rannsóknum: Fræðileg dýpt og hagnýt nálgun sem styðst við niðurstöður rannsókna.
- Hagnýt lausnamiðuð nálgun: Verklegar æfingar sem hjálpa þér að tengja hrós við dagleg verkefni og samskipti.
- Sveigjanlegt nám: Í boði bæði sem staðnámskeið og rafrænt sjálfsnám, lagað að þínum þörfum.
Fyrir hverja er námskeiðið?
- Stjórnendur sem vilja efla jákvæða vinnustaðamenningu og byggja upp traust innan teymis.
- Starfsfólk sem vill bæta samskipti og auka starfsánægju.
- Allir sem vilja nýta hrós sem áhrifaríkt tæki til að skapa jákvæð áhrif í samskiptum.
Praktískar upplýsingar
Verð:
- Staðnámskeið – 25.957 kr. (haldið á vinnustað eða eftir samkomulagi).
- Rafrænt námskeið – 23.193 kr. (gagnvirkt sjálfsnám með verklegum verkefnum – aðgengilegt á netinu).
Lengd:
- Staðnámskeið – 3–4 klst. (eða eftir samkomulagi haldið á vinnusta’).
- Rafrænt námskeið – 1 klst. (sjálfsnám með efni þar sem Örn Árnason, leikari útskýrir skemmtilega og leggur fyrir verkefni).
Styrkir í boði:
Flest stéttarfélög bjóða allt að 90% endurgreiðslu af námskeiðskostnaði – óháð starfsmanni. Sjá nánar á www.attin.is.
Umsagnir frá þátttakendum
„Ég lærði hvernig hrós getur haft raunveruleg áhrif á starfsandann og samskipti teymisins.“
„Hagnýtar aðferðir sem ég nýtti strax á vinnustaðnum – námskeiðið fór fram úr væntingum mínum.“
„Rafræna námskeiðið var aðgengilegt og hvetjandi, sérstaklega innsýn frá Erni Árnason.“
💡 Bókaðu námskeiðið í dag og gerðu hrós að lykli að betri samskiptum!
📧 gerumbetur@gerumbetur.is | 📞 +354 899 8264