Skilja vinnumenningu Íslendinga

Höfundur: Margrét Reynisdóttir

Viltu skilja vinnumenningu Íslendinga, auka starfsánægju og árangursrík samskipti?

Tag:

Margir íslenskir vinnustaðir eru nú orðnir mjög alþjóðlegir. Námskeiðið fjallar því um þætti í menningu Íslendinga sem mikilvægt er fyrir erlent starfsfólk að skilja til að auka starfsánægju og afköst. Byggt er  á rannsóknum sem fjalla um menningarmun á Íslendingum og þeim þjóðum sem vinna hjá viðkomandi fyrirtæki. Fyrirlestrar eru stuttir, áhersla er lögð á gagnvirkar umræður, sýnd myndbönd um þjónustusamskipti og fjölbreyttar skapandi aðferðir til að virkja þátttakendur.

Markmið:

  • Efla skilning á menningu Íslendinga.
  • Auka skilning á að menningarmunur getur haft áhrif á samstarf.
  • Efla skilning á margbreytileika og minnka líkur á misskilningi .
  • Styrkja liðsheildina, fagmennsku og öryggi í samskiptum.

Panta námskeið eða fá nánari upplýsingar: gerumbetur@gerumbetur.is eða  8998264

Hótel Klettur segir hér frá reynslu sinni af þjálfun frá Gerum betur