Góð ráð í tölvupóstsamskiptum

Höfundur: Margrét Reynisdóttir

Viltu spara tíma, auka afköst og veita framúrskarandi þjónustu?

Námskeiðið Góð ráð í tölvupóstsamskiptum fjallar um alla helstu lykilþætti sem þarf að hafa í huga í tölvupóstsamskiptum og netspjalli. Einnig er fléttað inn í námskeiðið samskipti í gegnum netspjall. Fyrirlestrar eru stuttir, áhersla er lögð á gagnvirkar umræður, sýnd myndbönd um þjónustusamskipti og fjölbreyttar skapandi aðferðir til að virkja þátttakendur.

Markmið:

  • Spara tíma.
  • Auka afköst.
  • Meta og samræma tölvupóstsamskipti og netspjall.
  • Auka öryggi í samskiptum og fagmennsku.

Námskeiðið er einnig í boði sem vefnámskeið/rafræn þjálfun.

Panta námskeið eða fá nánari upplýsingar: gerumbetur@gerumbetur.is eða  8998264

 

Bókin 8 lyklar að árangursríkum tölvupóstsamskiptum er einnig í boði fyrir þátttakendur.

 

Hótel Klettur segir hér frá reynslu sinni af þjálfun frá Gerum betur