Árangursrík samskipti í veitingasal – NÝTT

Höfundur: Margrét Reynisdóttir

Viltu vita lykilatriði í  árangursríkum samskiptum við gesti?

Litlu atriðin í samskiptum vega þungt í að skapa ánægjulega upplifun gesta. Þótt gestir komi til að borða þá er enginn vafi á því að það er þjónustan og samskiptin sem ráða því hvort gestir verða tryggir viðskiptavinir og mæli með staðnum. Hvort sem þú ert að þjóna á veitingastað, kaffihúsi eða skyndibitastað þá hefur þjónustan gríðarlega mikil áhrif á hvort gestir heimsæki staðinn aftur eða ekki. Á námskeiðinu er sýnt úr glænýju kennslumyndbandi*  áhrifaríkar aðferðir í samskiptum við gesti  frá því þeir koma og þar til þeir eru kvaddir. Ef þú tileinkar þér þessar aðferðir þá verður upplifun gestanna ánægjulegri og  starf þitt skemmtilegra.

Markmið:

 • Læra og meðtaka hvaða samskipti gestir upplifa að eru árangursríkust.
 • Skilja hvað rétt sölutækni getur aukið upplifun gesta.
 • Kunna hvernig á að bregðast við þegar mistök verða.
 • Auka öryggi í starfi. starfsánægju og minnka starfsmannaveltu.

Til að panta námskeið og/eða kaupa kennslumyndbandið* fyrir eigin þjálfun innanhúss þá hafið samband: gerumbetur@gerumbetur.is eða 8998264

*Umsögn um kennslumyndbandið frá einum reyndasta kennara hérlendis í framreiðslu: Kemur vel út, þarna eruð þið að taka á svo mörgum þáttum sem koma upp við framreiðslu til gesta & samskiptum.  Heilt yfir skýrt og spot on á ákveðna þætti.  Vel gert! Hallgrímur Sæmundsson, kennari í MK

*Innanhúss námskeið ef kennsluefnið er keypt: Ef farið er í gegnum ferla, vinnuleiðbeiningar, staðla, gæðahandbók o.fl. má gera ráð fyrir að námskeið per kafla sé a.m.k. ein klst.

Kennsluefnið samanstendur af 11 sjálfstæðum köflum með samantekt í lok hvers og eins.

 1. Þú ert andlit veitingastaðarins
 2. Taktu vel á móti gestum
 3. Þekktu mat- og vínseðilinn
 4. Fyrsta pöntunin er fordrykkur
 5. Svaraðu aldrei “Ég veit það ekki”
 6. Helltu víni faglega í glösin
 7. Meðhöndlun kvartana
 8. Láttu ekki gestina vera með tóm glös
 9. Bjóddu eftirréttaseðil og/eða kaffi
 10. Leystu faglega úr greiðsluvanda
 11. Endaðu heimsóknina á faglegu nótunum