Af hverju er þetta námskeið fyrir þig? Hefurðu einhvern tímann upplifað þjónustu sem var svo góð að þú vildir mæla með staðnum við alla? Nú getur þú veitt þessa upplifun – og það er einfaldara en þú heldur!
Hvort sem þú starfar í veitingaþjónustu, sölu eða stjórnun, þá mun þetta námskeið hjálpa þér að taka þjónustuna á næsta stig. Við förum yfir hagnýtar aðferðir sem tryggja að þú skarar fram úr og skilur eftir þig jákvæða upplifun hjá hverjum viðskiptavini.
Kennsluefnið byggir á myndböndum þar sem framreiðslumeistari leiðir þig í gegnum lykilatriði þjónustu – hvað virkar vel og hvað má bæta. Í myndbandinu eru leiknar aðstæður þar sem gestir koma á veitingastað, og þú færð að sjá hvers vegna smáatriðin skipta máli í samskiptum og viðmóti. Þessar aðferðir geta aukið starfsánægju, dregið úr starfsmannaveltu og tryggt viðskiptavinum ógleymanlega upplifun.
Skráðu þig í dag og lærðu hvernig þú getur haft jákvæð áhrif í starfi og daglegu lífi!
📧 gerumbetur@gerumbetur.is 📞 899 8264
Markmið námskeiðsins
- Efla sjálfstraust og fagmennsku í þjónustu.
- Takast á við krefjandi samskipti og kvartanir af öryggi og fagmennsku.
- Nýta sölutækni til að auka viðskipti og tryggð viðskiptavina.
- Auka starfsánægju og draga úr starfsmannaveltu með markvissri þjálfun.
Lykilatriði námskeiðsins
- Samskiptafærni sem skapar traust – Aukin þekking gefur sjálfstraust.
- Hagnýt sölutækni – Auktu sölu á eðlilegan og árangursríkan máta.
- Meðhöndlun kvartana – Breyttu óánægðum viðskiptavinum í trygga aðdáendur.
- Aukin starfsánægja – Sterk samskiptahæfni gerir vinnuumhverfið skemmtilegra og árangursríkara.
- Meiri tekjur fyrir fyrirtækið – Viðskiptavinir sem fá góða þjónustu eyða meira.
Af hverju að taka þetta námskeið?
- Fyrirtæki sem leggja áherslu á framúrskarandi þjónustu fá jákvæðari umsagnir og tryggari viðskiptavini.
- Öflug samskiptafærni eykur fagmennsku og bætir starfsanda.
- Markviss þjálfun dregur úr starfsmannaveltu og eykur starfsánægju.
- Frábær þjónusta leiðir til betri upplifunar, fleiri jákvæðra umsagna og aukinnar sölu.
- Aðferðirnar sem þú lærir hér nýtast þér jafnt í starfi sem í daglegu lífi.
Fyrir hverja?
- Fyrir starfsfólk í veitingaþjónustu, sölu og þjónustustörfum sem vilja skara fram úr.
- Fyrir stjórnendur sem vilja bæta þjónustumenningu fyrirtækisins og auka starfsánægju.
- Fyrir þá sem vilja læra hvernig hægt er að veita framúrskarandi þjónustu og sérsníða hana að fyrirtækjum.
- Fyrir fyrirtæki sem vilja fá fleiri jákvæðar umsagnir og tryggari viðskiptavini.
Skipulag og aðgengi námskeiðsins
- Rafrænt nám: Aðgengilegt allan sólarhringinn með leiknum atriðum úr íslenskum aðstæðum.
- Sérsniðnar lausnir fyrir fyrirtæki: Hægt er að aðlaga námskeiðið að þörfum hvers fyrirtækis.
- Raunveruleg dæmi: Gestir koma á veitingastað og áhorfendur sjá hvað er gert vel og hvað má bæta.
- Hagnýtt efni: Fjallað er um móttöku gesta, sölutækni, meðhöndlun kvartana og faglega samskiptaaðferðir.
- Lengd: 2 klst.
Umsagnir um leikna efnið í námskeiðinu
- Virkilega flott og vandað kennslumyndband. Sé mikil tækifæri í því við þjálfun og kennslu okkar starfsfólks. Myndbandið er afar faglega unnið og snertir bókstaflega á öllum þeim þáttum sem hafa þarf í huga eigi að veita framúrskarandi þjónustu. Vel þjálfað starfsfólk tryggir ánægju í starfi, minni starfsmannaveltu og síðast en ekki síst ánægða viðskiptavini. Ingibjörg Bergmann, veitingastjóri Múlaberg BITSRO & BARKemur vel út, þarna eruð þið að taka á svo mörgum þáttum sem koma upp við framreiðslu til gesta & samskipti. Heilt yfir skýrt og spot on á ákveðna þætti. Vel gert!“ Hallgrímur Sæmundsson, kennari í framleiðslu MK.
Skemmtilegt, fjölbreytt kennslumyndband og þarft í bransanum. Eykur sjálfstraust starfsfólksins okkar gagnvart gestunum. Fá þarna beint í æð hvernig á að bera sig að í starfinu. Viktor Már Kristjánsson, Ráðagerði veitingahús.
👉 Skráðu þig hér: 📧 gerumbetur@gerumbetur.is 📞 899 8264