20 góð ráð í þjónustusímsvörun

Góð ráð í þjónustusímsvörun

26.900kr.

Höfundur: Margrét Reynisdóttir

Viltu veita framúrskarandi þjónustu í gegnum síma?

+

Fjallað er um hvernig á að veita afbragðsþjónustu í gegnum síma. Kennd eru ýmis  gagnleg ráð til að hafa samtöl faglegri og um leið hnitmiðaðra. Farið er yfir tækni sem má nota í samskiptum við erfiða einstaklinga í síma.  Námskeiðið er byggt upp með leiknum vídeóum, krossaspurningum og verkefnum.

Þú færð rafbókina 20 góð ráð í þjónustusímsvörun  og gátlista yfir lykilþætti í þjónustusímsvörun.

Markmið:

  • Stýra og stytta samtöl.
  • Þekkja algeng mistök í þjónustusímsvörun.
  • Læra ýmis ráð í samskiptum við erfiða einstaklinga.
  • Efla öryggi í samskiptum og fagmennsku.

 

Námskeiðið er opið í 4 vikur.

Lengd: Allt að 2 klst. Lestur rafbókar getur farið fram fyrir eða eftir námskeið og tekur u.þ.b. einn dag. Námskeiðið má taka allt í einu eða í áföngum á þeim tíma sem þér hentar.

 

Námskeiðið er einnig hægt að fá til ykkar.