Fjallað er um að munurinn á góðri þjónustu og þeirri sem fer fram úr væntingum felst í frumkvæði starfsmanns og vilja hans til þess að bjóða það sem viðskiptavinur átti ekki von á. Í Bandaríkjunum er þetta kallað „extra mile“ en við köllum þetta aukaskrefið sem kostar oft ekki krónu. Fyrirlestrar eru stuttir, áhersla er lögð á gagnvirkar umræður, sýnd myndbönd um þjónustusamskipti og fjölbreyttar skapandi aðferðir til að virkja þátttakendur.
Markmið:
- Auka skilning á hvað starfsfólkið hefur mikil áhrif á upplifun viðskiptavina.
- Efla frumkvæði.
- Auka skapandi hugsun.
- Styrkja liðsheildina, fagmennsku og öryggi í samskiptum.
Panta námskeið eða fá nánari upplýsingar: gerumbetur@gerumbetur.is eða 8998264
Hótel Klettur segir hér frá reynslu sinni af þjálfun frá Gerum betur