Menntun, reynsla og sérþekking á þjónustustjórnun frá árinu 2002


Sérhæfing í námskeiðshaldi og rafrænum námskeiðum um þjónustugæði og útgáfa á íslensku efni um þjónustustjórnun í bókarformi og kennslumyndböndum.

Starfsmenn

Margrét Reynisdóttir hefur rekið starfsþróunarfyrirtækið Gerum betur ehf. frá árinu 2002, haldið námskeið, veitt ráðgjöf, gefið út átta bækur / þjálfunarefni og þjónustustjórnun og er meðhöfundar að tveimur.

Hún hefur einnig gefið úr sex kennslumyndbönd sem hafa verið notuð hjá yfir fimmtíu fyrirtækjum hérlendis og samið vefnámskeið fyrir sveitarfélag og fyrirtæki.

Hún er með M.Sc. í stjórnum & stefnumótun frá Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, M.Sc. í alþjóða markaðsfræði frá University of Strathclyde í Glasgow, B.Sc. frá Oregon State University í Bandaríkjunum og réttindi sem stjórnendaþjálfari frá bandaríska fyrirtækinu LMI.

Neil McMahon er leiðsögumaður með kennararéttindi og tvær MA gráðu. Hann er með mikla reynslu í að kenna leiðsögumönnum og starfsfólki í ferðaþjónustu.

Hann hefur haldið námskeið fyrir Gerum betur ehf. og komið að ýmsum verkefnum frá árin 2014.

Hann heldur námskeið á ensku.

Sigrún Jóhannesdóttir

Sigrún Jóhannesdóttir er kennari með M.Sc. próf í menntunarhönnun, -stjórnun og skapandi aðferðum í fræðslu og framhaldsmenntun í aðferðum fullorðinsfræðslu.

Hún er með víðtæka reynslu af kennslu, námshönnun, menntunarstjórnun og starfsþróunarmálum.

Örn Árnason er leikari og leiðsögumaður.

Hann heldur námskeið á íslensku og ensku.

Örn hefur haldið ýmis námskeið fyrir Gerum betur ehf. frá árinu 2008.

Útgáfa Margrétar Reynisdóttur

Bækur

Cultural Impact on Service Quality- Hospitality Tips for Effective Communication with Tourists  (2019). Margrét Reynisdóttir. Gerum betur ehf.

20 góð ráð í þjónustusímsvörun (2018). Margrét Reynisdóttir.Gerum betur ehf.

Þjálfun í gestrisni – Raundæmi og verkefni (2017). Margrét Reynisdóttir og Sigrún Jóhannesdóttir

Að fást við erfiða viðskiptavini – Fagmennska í fyrirrúmi (2017). Margrét Reynisdóttir. Gerum betur ehf.

50 uppskriftir að góðri þjónustu (2016). Margrét Reynisdóttir. Gerum betur ehf.

Þjóðerni og þjónusta. Góð ráð í samskiptum við erlenda gesti (2014). Margrét Reynisdóttir. Gerum betur ehf.

8 lyklar að árangursríkum tölvupóstsamskiptum (2012). Margrét Reynisdóttir. Gerum betur ehf. 2. útgáfa (2015). Gerum betur ehf.

Þjónusta – Fjöregg viðskiptalífsinsÁbendingar og kvartanir viðskiptavina eru uppspretta framfara og sóknar (2008). Margrét Reynisdóttir. KAXMA ehf.

Færni í ferðaþjónustu (2008). Sigríður Þrúður Stefánsdóttir, Arney Einarsdóttir, Margrét Reynisdóttir, Arnheiður Gígja Guðmundsdóttir, Sigríður Dísa Gunnarsdóttir. Mímir.

Þjónustugæði: Samkeppnisforskot og velgengni (2006)Margrét Reynisdóttir Samtök verslunar og þjónustu og Iðntæknistofnunin. Sjá ritið HÉR

Kennslumyndbönd

Sex íslensk kennslumyndbönd um þjónustu með íslenskum, enskum og pólskum áherslutexta: Þjónustan er fjöreggið (2010). Margrét Reynisdóttir

  1. Tryggjum ánægju viðskiptavina
  2. Viðskiptavinurinn í fyrirrúmi
  3. Óánægja viðskiptavina er dýrkeypt
  4. Samskipti við óánægða viðskiptavini
  5. Fleiri ráð í samskiptum við óánægða viðskiptavina
  6. Ábendinga- og kvartanastjórnun

 

Sex myndbönd um þjónustu