Beint í efni
Verslun/Námskeið/
Þjónustunámskeið – Fagmennska, betri samskipti og ánægðari viðskiptavinir





Þjónustunámskeið – Fagmennska, betri samskipti og ánægðari viðskiptavinir

Product information


SAM-113


Short description

Þjónustunámskeið sem eflir samskiptafærni, sjálfstraust og fagmennsku – fyrir öflugri þjónustu og ánægðari viðskiptavini

Description

Þjónustunámskeið – Framúrskarandi þjónusta, fagmennska og samskipti

Viltu betri þjónustumenningu og sterkari samskipti á vinnustaðnum? Þetta hagnýta þjónustunámskeið eflir fagmennsku, ánægju og samheldni bæði innan teymisins og út á við.

Þetta hagnýta þjónustunámskeið er hannað fyrir fyrirtæki, stofnanir og teymi sem vilja skapa jákvæða upplifun fyrir viðskiptavini og styrkja samskiptamenningu á vinnustaðnum.
Með markvissri þjálfun og raunhæfum aðferðum mótum við þjónustumenningu sem strax frá fyrsta degi árangri.

 


 
Ávinningur þjónustunámskeiðs

✔ Bættu þjónustugæði og upplifun viðskiptavina með skýrum, hagnýtum verkfærum
✔ Þróaðu fagmennsku og samskiptahæfni í raunverulegum aðstæðum
✔ Efldu sjálfstraust starfsfólks með gagnlegum æfingum og lausnamiðaðri nálgun
✔ Skapaðu sterkari tengsl við viðskiptavini og samvinnu innan teymis

 


 
Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið hentar öllum sem starfa í þjónustu eða sinna viðskiptasamskiptum
Sérstaklega gagnlegt fyrir þau sem vilja efla fagmennsku, bæta þjónustuflæði og auka ánægju viðskiptavina.

 


 
Fyrir vinnustaði og teymi

Þjónustunámskeið í boði á íslensku og ensku sem gagnvirkt rafrænt sjálfsnám eða sem vendinám með rafrænu sjálfsnámi og sérsniðnu staðnámi. Þjónustunámskeiðið inniheldur  hagnýtar æfingum sem byggja á ykkar aðstæðum og skila því strax árangri í starfi.  Þær hjálpa starfsfólki að tileinka sér fagleg viðbrögð, skýra framkomu og þjónustulund sem skilar sér í betri samskiptum og meiri ánægju » Sjá nánar

Með námskeiðinu fylgir bókin Árangursrík líkamstjáning í þjónustu sem er hagnýt og aðgengileg bók með dæmum, ráðum og verkfærum sem efla menningarnæm samskipti.
Leiðbeinandi námskeiðsins er jafnframt höfundur bókarinnar og byggir efnið á yfir 20 ára reynslu á úgáfu á þjálfunarefni fyrir þjónustugæði og menningarlæsi og rannsóknarvinnu.

Námskeiðið getur einnig verið upphaf að mótun eða endurskoðun á þjónustustefnu.

 


 
Umsagnir frá þátttakendum

„Námskeiðið efldi fagmennsku og samskipti í teyminu okkar. Við finnum strax fyrir aukinni ánægju hjá viðskiptavinum.“
„Kennslan var lifandi, markviss og tengdist raunverulegum aðstæðum. Þetta var ekki bara fræðsla – heldur hagnýt þjálfun sem skilar árangri.“
„Ég lærði hversu mikið virk hlustun og jákvæð framkoma hefur áhrif á ánægju viðskiptavina og samstarfsfólks. Frábært námskeið með hagnýtum lausnum!“

 


 
Næsta skref er þjónusta sem skilar sér

Þjónustugæði skipta máli og hægt að mæla. 

Með réttum aðferðum og þjálfun eflist teymið og þjónustan verður sterkari stoð í rekstri.

📧 Sendu fyrirspurn á gerumbetur@gerumbetur.is og við finnum réttu lausnina fyrir ykkur.

 


 
Styrkjamöguleikar – Fáðu allt að 90% endurgreitt fyrir þjónustunámskeið

Námskeiðið er styrkhæft hjá flestum fræðslusjóðum. Flest fyrirtæki geta fengið allt að 90% af kostnaði endurgreiddan – óháð inneign starfsfólks. Við aðstoðum við umsóknina ➡ Nánari upplýsingar á attin.is

 

 

Description