Erfiðir viðskiptavinir – Stjórnun krefjandi samskipta og kvartanir
Product information
SAM-101
Short description
Öflug nálgun byggð á bók og reynslu
Kennarinn hefur skrifað bókina Að fást við erfiða viðskiptavini sem fylgir námskeiðinu og hannað bæði sýndarveruleikaþjálfun og myndbönd sem eru nýtt í kennslunni. Hér fær teymið þitt leiðsögn sem virkar í krefjandi samskiptum í raunverulegum aðstæðum.
Description
Taktu stjórn á erfiðum samskiptum og breyttu kvörtunum í umbótatækifæri
Þetta þjónustunámskeið veitir bæði starfsfólki og stjórnendum hagnýta færni til að mæta erfiðum viðskiptavinum af yfirvegun, fagmennsku og lausnamiðaðri nálgun. Með því að beita aðferðum sem sannað hafa gildi sitt í raunverulegum aðstæðum eflist þjónustan, orðspor fyrirtækisins og starfsánægja í teymunum. Þátttakendur öðlast aukið sjálfstraust, hagnýt verkfæri í samskiptum og hæfni til að breyta kvörtunum í jákvæð umbótatækifæri.
Ávinningur – hvað færð þú út úr námskeiðinu?
✔ Breyttu kvörtunum í umbætur og bætt þjónustugæði
✔ Haltu ró og fagmennsku í erfiðum samskiptum
✔ Nýttu lausnamiðaða færni til að styrkja orðspor fyrirtækisins
✔ Byggðu upp sjálfstraust gagnvart krefjandi aðstæðum
Fyrir hverja er þetta námskeið?
Námskeiðið hentar starfsfólki í þjónustu, sölu og framlínu, sem og stjórnendum sem vilja efla samskiptafærni og takast á við erfiða viðskiptavini. Það er einnig gagnlegt fyrir alla sem vinna með fólki og vilja bæta eigin viðbrögð, faglega ímynd og þjónustugæði.
Fyrir vinnustaði og teymi
Námskeiðið er í boði á íslensku og ensku, bæði sem rafrænt netnámskeið og sem sérsniðið staðnámskeið. Æfingar og dæmi byggja á raunverulegum aðstæðum ykkar og tryggja hámarksárangur » Sjá nánar
Með námskeiðinu fylgir bókin Að fást við erfiða viðskiptavini handbók með dæmum, ráðum og verkfærum sem efla samskipti. Leiðbeinandi námskeiðsins er höfundur bókarinnar og byggir efnið á yfir 20 ára reynslu og rannsóknum.
Umsagnir frá þátttakendum
„Ég lærði að breyta kvörtunum í tækifæri og takast á við samskiptin af ró og fagmennsku. Námskeiðið gaf mér verkfæri sem nýtast mér daglega.“
„Skemmtilegt, fræðandi og mjög gagnlegt! Hagnýt ráð sem hjálpa okkur að styrkja þjónustuna og leiðbeina starfsfólki betur.“
„Praktískar lausnir sem hægt er að nota strax í starfi. Ég mæli eindregið með þessu fyrir alla í þjónustu og samskiptum.“
„Bókin sem fylgdi námskeiðinu er ómetanleg. Hún opnaði augun fyrir lausnamiðaðri nálgun og hjálpaði mér að setja mig í spor viðskiptavinarins.“
Vertu á undan samkeppninni – bókaðu þjálfun sem bætir þjónustu og samskipti.
Styrkjamöguleikar – Fáðu allt að 90% endurgreitt fyrir þjónustunámskeið
Námskeiðið er styrkhæft hjá flestum fræðslusjóðum. Flest fyrirtæki geta fengið allt að 90% af kostnaði endurgreiddan – óháð inneign starfsfólks. Við aðstoðum við umsóknina ➡ Nánari upplýsingar á attin.is