Gerum betur næsta skref í þjónustuþjálfun...
Þjálfun sem eflir samskipti, þjónustu og starfsanda með yfir 20 ára reynslu í að skapa raunverulegar umbætur og auka ánægju í starfi.
Árangur í verki
Fræðandi og skemmtilegt. Það sem stóð upp úr var hvernig hópurinn fann sig sterkari sem samstarfsfélagar eftir námskeiðið.
Lárus Elíasson
leiðtogi MosVeitna
Lifandi og gagnlegt námskeið um samskipti og erfiða viðskiptavini. Mæli heilshugar með fyrir stofnanir og fyrirtæki.
Guðmundur Halldórsson forstöðumaður
Áhugavert, skemmtilegt og öflugt hópefli sem breytti sýn okkar á samskipti og þjónustu.
Jón Benedikt Gíslason framkvæmdastjóri
Gerum Betur var lykillinn okkar að faglegri nýliðamóttöku – nýtt starfsfólk upplifir öryggi og skýrar væntingar frá fyrsta degi.
Gunnhildur H. Gunnarsdóttir hótelstjóri
Eflum þjónustu – mælum árangur
Gerum Betur hefur í rúman áratug boðið upp á lifandi og gagnvirkt stafrænt nám sem sparar tíma og sýnir strax árangur. Námið inniheldur leikin atriði og viðtöl við sérfræðinga sem heldur athyglinni og gera það hvetjandi. Hægt er að tengja það við vendinám fyrir enn betri árangur.

Tilboð
Markviss fræðsla sem skilar árangri
Stafrænar námslínurnar efla samskipti, þjónustu og samstarf með hagnýtri þjálfun sem tengist daglegum störfum. Þær byggja upp sjálfstraust starfsfólks og skila sýnilegum umbótum í þjónustu og starfsánægju.
Sérsniðin fræðsla er fjárfesting sem skilar sér
Áhrif sem sjást strax
✓ Skýrari samskipti og sameiginleg sýn
✓ Meiri ánægja viðskiptavina og starfsfólks
✓ Aukið öryggi og fagmennska
Þekking sem styrkir árangur
✓ Færri mistök og tryggari viðskiptavinir
✓ Betri samskiptatækni og söluhæfni
✓ Minni starfsmannavelta
Greinar og ráð
Samskiptaþjálfun fyrir þjónustustarf
Effective Communication Skills for Waiters | Myndband fyrir veitingastaði og hótel
Sýndu starfsmönnum hvernig á að taka á móti gestum, meðhöndla kvartanir og selja þjónustu af fagmennsku – á íslensku og ensku. Kennslumyndbandið nýtist í þjálfun nýliða, á starfsmannafundum eða í fræðslukerfi (LMS).