Góð ráð í þjónustusímsvörun hjá Gerum betur

Topp símaþjónusta

Höfundur: Margrét Reynisdóttir & Örn Árnason

Viltu veita framúrskarandi þjónustu í gegnum síma?

Tag:

Námskeiðið Topp símaþjónusta fjallar um hvernig á að veita afbragðsþjónustu í gegnum síma. Kennd eru m.a. gagnleg ráð til að stýra og stytta samtöl með markvissri spurningatækni. Farið er yfir tækni sem má nota í samskiptum við erfiða einstaklinga í síma. Fyrirlestrar eru stuttir, sýnd myndbönd, notaðar gagnvirkar umræður og fjölbreyttar skapandi aðferðir til að virkja þátttakendur. Hægt er að útbúa leiðbeiningar/ ferla/ gátlista eða yfirfara gögn sem eru til.

Markmið:

  • Stýra og stytta samtöl.
  • Þekkja algeng mistök í þjónustusímsvörun.
  • Læra ýmis ráð í samskiptum við erfiða einstaklinga.
  • Efla öryggi í samskiptum og fagmennsku.

Panta námskeið eða fá nánari upplýsingar: gerumbetur@gerumbetur.is eða  8998264

Námskeiðið er einnig í boði sem vefnámskeið/rafræn þjálfun.

Hægt er að fá bókina Topp símaþjónusta (2021) á rafrænu formi fyrir þátttakendur á námskeiðinu.

Þjónustusímsvörun