Á námskeiðinu eru leiðbeinendur þjálfaðir í að nota aðgengilegar skapandi æfingar í þjónustuþjálfun á námskeiðum. Í æfingunum er lögð áhersla á að efla mikilvæga persónulega færni þátttakenda svo sem samskipti, sjálfsþekkingu, viðmót, sjálfstraust, samhæfingu og samvinnu sem eru allt þættir sem stuðla að starfsgæðum og úrlausnarfærni starfsfólks í starfi sínu. Æfingarnar reyna á hæfileika þátttakenda við að leysa flókin vandamál, temja sér uppbyggilega gagnrýni, skapandi hugsun, fást við eigin fordóma, samvinnu, taka ákvarðanir, eiga samskipti við samstarfsfólk og/eða viðskiptavini og fleiri þætti í svokallaðri mjúkri færni (soft skills).
Markmið:
- Auka skilning á hvernig má nota skapandi æfingar til að efla mjúka færni (soft skills).
- Stuðla að auknum starfsgæðum og úrlausnarfærni starfsfólks .
- Skapa eigin útgáfu af þjónustuþjálfun,
- Efla fagmennsku og öryggi í þjónustuþjálfun.
Panta námskeið eða fá nánari upplýsingar: gerumbetur@gerumbetur.is eða 8998264
Handbókin: Skapandi æfingar í þjónustuþjálfun getur fylgt með á námskeiðinu.