Fagmennska í krefjandi samskiptum. Lærðu að takast á við erfiða viðskiptavini með lausnamiðuðum aðferðum sem kenndar eru á námskeiðinu. Bættu þjónustuna þína og samskiptahæfni með námskeiðinu Erfiðir Viðskiptavinir. Þetta námskeið, kennt af Margréti Reynisdóttur, gefur þér hagnýt ráð til að takast á við krefjandi aðstæður og breyta áskorun í tækifæri til umbóta og styrkja viðskiptatengsl.
Tungumál námskeiðsins: Íslenska og enska.
Fyrir hverja?
Námskeiðið hentar:
- Fyrirtækjum og teymum
- Stjórnendum
- Öllum sem vilja bæta þjónustu og samskipti – ekki er þörf á fyrri reynslu
Hvað lærir þú?
- Að nýta kvartanir sem tækifæri til umbóta.
- Sjálfsstjórn og streitustjórnun í krefjandi samskiptum.
- Að veita fagleg og uppbyggileg viðbrögð í erfiðum aðstæðum.
- Að efla jákvæða samskiptamenningu og samstarf á vinnustað.
Kennsluaðferðir
- Stuttir fyrirlestrar og umræður með áherslu á lykilatriði.
- Myndbönd sem sýna raunverulegar aðstæður og hópverkefni.
- Lausnanálgun og skapandi verkefni til að þjálfa samskiptahæfni.
- Hagnýtar leiðbeiningar og gátlistar sem nýtast í daglegum störfum.
Markmið námskeiðsins
- Styrkja fagmennsku og sjálfstraust í samskiptum.
- Efla samskiptahæfni og gagnrýna hugsun.
- Bæta viðbrögð við kvörtunum og krefjandi samskiptum.
- Auka starfsánægju og öryggi á vinnustað.
Sveigjanlegt nám
Veldu á milli eða taktu bæði:
- Rafrænt námskeið: Sjálfsnám með skemmtilegum leiknum myndböndum með Erni Árnasyni, leikara, viðtölum við sérfræðinga og verkefnum.
- Staðnámskeið til ykkar: Lengd sérsniðin að þörfum þíns fyrirtækis – frá 1 klst. upp í heilan dag.
Bók innifalin
Þátttakendur fá bókina „Að fást við erfiða viðskiptavini – Fagmennska í fyrirrúmi“, með 17 hagnýtum samskiptaráðum og dæmum úr raunverulegum aðstæðum, skrifuð af Margréti Reynisdóttur.
Umsagnir frá þátttakendum:
Fræðandi og ýtir við manni:
„Þessir pínulitlu molar sem koma í gegnum spurningarnar gáfu mér svo mikið! Námskeiðið virkilega ýtir við manni og hafa allir gott af því.“ – Stefanía Hauksdóttir
Mjög fræðandi og hnitmiðað námskeið:
„Mjög fræðandi og hnitmiðað námskeið!“ – Berglind S. Jónsdóttir
Skemmtilegt og gagnlegt:
„Virkilega gott og skýrt námskeið hjá Gerum betur.“ – Erla Sverrisdóttir
Styrkir í boði
Mörg stéttarfélög bjóða endurgreiðslu, allt að 90% af námskeiðskostnaði – óháð starfsmanni. Sjá nánar á www.attin.is.